Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 80
Mánafjöll,
mesta undraland
jarðar
]\/f ÁNAFJÖLL eru inni í
miðri Afríku, og þar til
fyrir skömmu hefur fátt verið
vitað um þau með fullri vissu.
Þau liggja á landamærum Ug-
anda og Kongó vestur af hinu
geysistóra Viktoríuvatni og eru
nærfellt tíu mánuði ársins hul-
in kolsvörtu skýjaþykkni. Að-
eins síðustu daga desember og
út janúar og síðustu daga júní
og út júli er þar bjart yfir. Þar
er allt annarlegt en jurtagróð-
urinn þó sérstaklega svo furðu-
legur, að um fjöllin hefur verið
sagt, að líkast væri þvi, að þau
væru ekki af þessum heimi.
Mánafjöll hafa lengi verið
fræg. Nafnið er komið frá
lnadfræðingnum Ptolemeus, er
uppi var fyrir 19 öldum. Aristo-
teles talaði um „silfurfjöllin“,
og Aeskylos um snjóinn, sem
vökvar garða guðs í Nílardelt-
unni.
Mánafjöll eru tindótt og jök-
ull efst uppi. Við rætur þeirra
er svæði vaxið þéttu og há-
vöxnu grasi, þar sem fílar reika
um. Síðan taka við regnskógar.
Þarna virðast hvergi vera
slöngur eða önnur slík kvikindi,
en fjallahlébarðar eru á ferð
upp eftir hlíðunum. Þeir eru
88
ragir við að ráðast á menn ef
þeir eru nokkrir saman. Þarna
er og villikattategund, kame-
ljón í trjálaufinu og hópur smá-
vaxinna antílópa.
E'n þar eru líka ánamaðkar,
sem eru þrjú fet á lengd og
gildir eins og mannsfingur, og
þar er litið dýr, sem nefnist
hyrax, líkast kanínu að stærð
og útliti, en með hófa, því að
það er ekkert skylt kanínum,
heldur fílum og nashyrningum,
þó mikill sé stærðarmunurinn.
Gróðurfarið er þó stórfurðu-
legast af öllu. Skikkanlegar
blómajurtir, sem þekktar eru
víða um heim, eru þar risar
að vexti. Lobelía, sem kannski
nær því að vera 12 tommur á
hæð annars staðar, er þar tutt-
ugu fet, og krossgras eða skyld-
ar jurtir eru þar á hæð við
símastaura. Og heiðatréð, sem
alþekkt er í Skotlandi og nær
því að verða axlarhátt, er þar
hvorki meira né minna en 40
fet.
Slíkur hrikavöxtur í venju-
legum jurtum gefur daladrög-
um og hlíðum Mánafjalla svip
undralands. Þangað hafa örfá-
ir rannsóknarleiðangrar farið,
og mörgum gátum þar ósvarað.
Úr National Geographie. —