Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 46
54
ÚRVAL
hann hefur smurt, eru víðþekktur
leikari frá Hollywood, stálfram-
leiðandi, kona fjármálamanns í
Wall Street, formaður góðgerða-
stofnunar einnar og ungur
listamaður. Þetta fólk kom ekki
fyrir forvitnissakir. ÞaS var að
leita eftir lækningu við sjúkleika
sínum.
Og þessi kirkja er ekki ein-
asta dæmið um þessa starfsemi.
Kirkjur í þrjátíu stórum borgum
halda nú sérstakar lækninga-
messur til viðbótar liinni venju-
legu starfsemi. Skýrsla, sem
kirkjumálastjórnin hefur gert,
sýnir að af 460 þekktum mótmæl-
endaprestum flytja 142 reglulega
lækningabænir, og eru þeir sann-
færðir um, að þessar bænir eigi
oft stóran þátt í bata sjúkling-
anna.
Bandaríska læknafélagið við-
urkennir ekki, að þessar lækn-
ingar eigi sér stað, — batinn sé
ýmist fenginn með öðru móti
eða að sjúkdómurinn sé í sumum
tilfellum ýktur, ellegar ekki rétt
greindur. En sumir inikilsvirtir
læknar eru ekki sammála lækna-
félaginu í þessu. Yfirlæknir geð-
sjúkdómadeildar Roosevelt-
sjúkrahússins í Nevv York-fylki,
var nýlega spurður eftirfarandi
spurningar: „Haldið þér, að til
sé einhver hulinn lækningamátt-
ur?“
Læknirinn svaraði: „Eg held,
að hægt sé að svara þessu ein-
dregið játandi". En allir munu
viðurkenna, að ekki sé auðvelt að
færa fullar sönnur á þessar lækn-
ingar.
Auk hinna kirkjulegu lækninga
fást einnig leikmenn við hug-
lækningar, því til er fólk, sem
hefur bersýnilega yfir lækninga-
mætti að ráða, — mætti, sem það
hvorki getur haft stjórn á né
skilið. Oft gr fólk þetta fremur
kvíðandi en hreykið af þessum
hæfileika og forðast að láta mikið
á sér bera.
Einn þessara manna hefur lát-
ið hafa eftir sér: „Eg veit ekkí,
hvernig ég á að snúa mér gagn-
vart þessum lækningamætti, veit
ekki hvernig ég get komið honum
af stað eða stöðvað hann. Og ef
ég reyni að gefa einhverja lýs-
ingu á honum, finnst mér orðin
hljóma svo hjákátlega, að ég
gefst undir eins upp“.
Meðal þessara leikmanna er
Ambrose Worrall, verkfræðing-
ur hjá flugvélasmiðjunum í Balti-
more. Hann komst að dulgáfu
sinni meðan hann stundaði há-
skólanámið.
Hann segir: „Ég átti systur
sem hét Barbara, og var hún
yngri en ég. Einu sinni datt hún
illa, og hakan á henni rakst á