Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 39
TÝND BORG OFAR SKÝJUM
47
á lítiS sameiginlegt með þeim.
Þar að auki er Acoma afskekkt,
þar eð hún er langt frá alfara-
leiðum. Acoma er aðeins um 65
milur frá Albuquerque, en fara
verður um landsvæði, sem er
erfitt yfirferðar, þegar menn ætla
til bæjar þessa. Á leiðinni er mik-
ið um sandhóla, sem eru á sí-
felldri hreyfingu. Síðan tekur
þetta ótrúlega hamravirki á sig
lögun langt burt í fjarska; það
rís upp úr sviðinni auðninni líkt
og kastali frá miðöldum.
Fyrst má sjá turna dómkirkj-
unnar gnæfa yfir allt, líkt og
þarna væri einhvers konar
himnakirkja. Síðan koma íbúðar-
húsin í ljós, sem byggð eru á
stöllum, og hugurinn neitar að
trúa því, sem augað sér í raun
og veru. Um milu vegar frá bæn-
um tekur ferðamaðurinn að staul-
ast upp hinar löngu sandbrekkur
auðnarinnar í áttina að kletta-
rótunum.
Klifra þarf upp eins konar ein-
stigi, þegar haldið er upp ham-
arinn. Það liggur við, að það
þurfi að skríða á höndum og fót-
um. Litlar holur hafa verið gerð-
ar í klettana, svo að ná megi
þar taki með höndunum, á með-
an fótunum er komið fyrir i
sams konar holum. Á þessari leið
upp 400 feta háan hamarinn eru
smástallar undir gnípum, þar sem
þreyttur ferðalangurinn getur
hvílzt og kastað mæðinni.
Sólin hellir geislum sínum yf-
ir trjálausa auðnina og glitrandi,
glóandi steinana. Er maður nær
upp að hamrabrún eftir síðasta,
örvæntingarfulla spölinn, tekur
maður andköf og starir gapandi
í undrun sinni á bæinn uppi á
hamrabeltinu, bæði nýtízkuleg-
an og óragamlan í senn.
Þrjár samsíða raðir tígulsteins-
húsa byrja við hamrabrúnina,
likt og íbúðarhús i venjulegri
borg. Þau standa hvert við hliðina
á öðru og eru þriggja hæða. Þau
þenja sig yfir allar 70 ekrur
hamrahjallans, en á milli þeirra
eru þröngar götur.
Þótt tígulsteinshúsin standi
þétt við hlið hvers annars, er
hvert þeirra þó sérstakt heimili.
Innan geysiþykkra veggja þess
býr sérstök fjölskylda eða ætt.
Jarðhæð húsanna er nokkurs
konar rétt eða peningshús fyrir
kindur og geitur og birgða-
skemma fyrir korn, chilebaunir
og aðrar matvælategundir, sem
geymdar eru til vetrarins. Fyrir
utan hvert hús hanga kippur af
vindþurrkuðu kjöti, en við hlið
þeirra lengjur af chilebaunum,
rauðum og fallegum. Önnur og
þriðja hæð húsanna eru báðar i
stöllum, og þar er ibúð fjölskyld-
unnar. Þangað liggja lausir stig-