Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 48
56
Ú R VA L
ingafundi stóS voru röntgen-
geisla-filmur festar við lófana á
dullækninum, og milli fiimanna
og lófanna var komiS fyrir blý-
stykki eða blýþynnu. Ef einhvers
konar geislaútstreymi átti sjér
staS frá höndunum, mátti ætla,
a<5 blýið varpaði skugga á film-
una.
Af hundrað þess háttar til-
raunum með filmu sýndu aðeins
sex jákvæðan árangur, en þessi
sex tilfelli komu mjög á óvart.
Blýið verkaði þar á þann veg,
sem það sjálft væri uppspretta
geisla 1 stað þess að stöðva þá.
Ef um einhvern lækningakraft
var að ræða, þá orkaði hann ber-
sýnilega þannig á blý, að hann
kom því til að senda frá sér
geisla.
Von þeirra félaganna var sú,
að þeim tækist að fá alvarlegan
líffærasjúkdóm læknaðan á and-
legan eða dulrænan hátt, þannig
að fullnægði ströngustu kröfum
vantrúaðra lækna og vísinda-
manna. En þetta tókst þeim ekki.
En þeir viðurkenna samt ekki, að
kenningar þeirra hafi við þetta
beðið skipbrot, þar eð þá hafi
skort fé og aðstöðu til að fylgja
rannsóknunum nógu vel eftir;
sex tilfelli hafi þó borið jákvæð-
an árangur, enda þótt þau hafi
ekki verið talin hafa fullt sann-
anagildi. Þeir telja, að ekki hafi
skort nema herzlumuninn á, að
tilætlaður árangur fengist.
í einu tilfellinu var um að
ræða verkfræðing, sem átti að
gangast undir uppskurð vegna
lungnakrabba. Enginn dró í efa,
að um krabbamein væri að ræða,
þar sem allar rannsóknir bentu
til þess. Klukkan hálfellefu,
kvöldið áður en uppskurðurinn
skyldi gerður, var haldin sam-
koma í kirkjunni hans og beð-
ið fyrir honum. Sjálfur var hann
háttaður niður í rúm heima hjá
sér. Á þessum tíma kveðst hann
hafa orðið fyrir undarlegri
reynslu. Þótt hann hefði augun
Iolcuð, fannst honum sem hann
sæi mikla birtu og að hann væri
ekki einn í herberginu.
Þegar hann kom til sjúkra-
hússins morguninn eftir, voru
enn gerð á honum ýms próf sam-
kvæmt venjunni. En þessi próf
reyndust neikvæð — bentu ekki
til, að maðurinn væri haldinn
neinum sjúkdómi, og var honum
vísað af sjúkrahúsinu og sú skýr-
ing gefin, að sjúkdómsgreiningin
hafi verið röng.
Enda þótt árangurinn af rann-
sóknum nefnds félagsskapar hafi
elcki orðið eins víðtækur og ætl-
azt hafði verið til, voru niður-
stöðurnar alls ekki ómerkilegar,
og skal nú minnzt á þær helztu;
1. Dularafl, sem hefur lælcn-