Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 159
SIÐASTI STEINALDARMAÐURINN
167
Þau þrjú, Ishi, systir hans og
öldungurinn, lögðu á flótta en
breiddu feldi yfir gömlu lconuna
í fletinu, í þeirri von að hún
fyndist ekki. Hvítu mennirnir
urðu ferða Ishis ekki varir, en
sáu systur hans styðja öldunginn
niður í giliS, en þar hurfu þau.
Þeir leituðu í kofunum og fundu
móður Ishis undir feldunum; hún
var ákaflega hrukkótt, virtist að
nokkru leyti lömuð og hafurstöku
var vafið um bólgna fætur henn-
ar. Hún titraði af ótta þegar hún
leit hvítu mennina; róaðist þó
nokkuð þegar þeir töluðu vin-
gjarnlega til hennar, enda þótt
bersýnilegt væri að hún skyldi
ekki orð í tungu þeirra.
Þótt ótrúlegt tillitsleysi kunni
að virðast, höfðu hvítu mennirnir
allt lauslegt á brott með sér úr
kofunum, meira að segja þær
litlu matarbirgðir, sem þar voru,
svo og örvar, boga, snörur og
skutla og þau fáu og frumstæðu
tæki, sem Ishi hafði smíðaS sér;
er svo að sjá, sem þeir hafi tekið
þetta sem minjagripi, án þess að
athuga, að um leið gerðu þeir
eigendunum ókleift að afla sér
lifsviðurværis. Merle Apperson
vildi láta flytja gömlu konuna
til byggða, en verkfræðingarnir
og aðrir í hópnum voru því mót-
fallnir.
Árla næsta morguns hélt App-
erson upp i klettarimann einn
síns liðs. Þótti honum sem þeir
yfirmenn sínir hefðu þar illan
verknað framið. Gamla konan
var horfin, en fótspor gat Apper-
son hvergi séð i grennd við kof-
ana; ekki sá hann heldur neitt
til ferða Indíánanna. Sjálfur sá
Ishi systur sína aldrei eftir þetta.
Þau höfðu haldiS sitt í hvora átt-
ina um morguninn. Þegar hann
hafði leitað hennar og gamla
mannsins og sannfærzt um að
annað hvort hlytu þau að hafa
drukknaS i straumhörðu fljótinu
eða orðið villidýrum að bráS,
tókst honum að flytja móður sína
á brott og finna henni fylgsni,
og dvaldist hann svo þar hjá
henni þangað til um haustið, að
hún lézt. ÞaS var í nóvember
árið 1908. Eftir það sá Ishi ekki
lifandi mannveru þangað til í
ágústmánuði 1911, þegar hann
gekk því ókunna á vald í Oro-
vilie, hvítu mönnunum og tutt-
ugustu öldinni.
Landnám Ishis í nýjum heimi.
Þann 4. september, 1911 hélt
Ishi af stað til San Francisco í
fylgd með Waterman prófessor.
Hann varð óttasleginn þegar
„djöfull" hvita mannsins kom
æðandi inn á járnbrautarstöðina,
spúandi reyk og gufumekki. Hann
hafði að visu oft séð til ferða