Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 20
28
ÚHVAL
hve himinninn var rauður og
reiðilegur; brimið óskaplegt. Ég
reikaði sem leið lá niður i flæð-
armálið. Þá var það, að ég sá
glampa á eitthvað á sandinum.“
Hann opnaði stokkinn. „Þetta
hérna,“ sagði hann.
Þetta var hörpudiskur. Hvorki
sérlega stór eða á neinn hátt
óvenjulegur. Ég hafði séð margar
slíkar skeljar. Mjúk í línum, föl-
rauð, falleg og viðkvæm.
„Um hrið stóð ég þarna og
virti fyrir mér skelina,“ mælti
Ken enn. „Loks tók ég hana upp,
sævota og gljáandi. Svo brothætt
var hún, að ég varð að handleika
hana með varúð. Og þó hafði hún
legið þarna ólöskuð með öllu.
Hvernig gat það eiginlega átt
sér stað? Spurningin leitaði á,
meðan brimöldurnar brotnuðu og
stormurinn hvein. Þessir ham-
remi trylltu sjóir höfðu þeytt
skelinni upp á haröan sandinn.
Samkvæmt allri heilbrigðri skyn-
semi hlaut hún að hafa molazt
mjölinu smærra — en hún var
heil.“
„Hvað hafði forðað þessari
veiku skel frá tortímingu? spurði
ég sjálfan mig. Og ég fann að
svariö mundi hafa úrslitaþýðingu
fyrir sjálfan mig. Loks fann ég
það. Hún hafði sætt sig við hin
hamremi trylltu öfl, sem hún
mátti sín einskis gegn, sætt sig
við stormínn á sama hátt og hún
hafði sætt sig við kyrrðina í
djúpunum, þar sem hún átti heim-
kynni sitt I upphafi. Og um leið
var sem ég sæi sjálfan mig, þar
sem ég reyndi að berjast gegn
þvi óumflýjanlega, standa af mér
straum örlaganna, í stað þess að
viðurkenna þau og taka þeim
með fullu trúnaðartrausti.“
„Ekki veit ég hve lengi ég stóð
þarna i sjávarmálinu, en þegar
ég sneri heim í sumarbústaðinn
aftur, tók ég skelina með mér
og hef geymt hana síðan.“
Hann rétti mér hörpudiskinn,
sem lá stundarkorn í lófa mér.
Mjúk í linum og brothætt, en þó
höfðu árin ekki nein áhrif á hana
haft, þessa litlu skel ...
Ken brosti.
ÞAÐ hefur verið keppt svo að því að búa mönnum kjark til að
sjá það, sem er Ijótt og viðbjóðslegt, að þeir hafa verið sviptir
hæfni til að sjá það, sem er fallegt.
— Dr. Broddi Jóhannesson.