Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 19
BOÐSKAPUR FRÁ HAFINU
27
inn. Mér fannst það óhugsan-
legt að þessi miskunnarlausa
sjálfslýsing gæti átt við sjálfan
hann.
„Jæja,“ hélt Ken áfram sögu
sinni, „eins og þig hefur eflaust
þegar grunað, rann upp dagur
reikningsskilanna. Og það var
minnisstæður dagur. Það er örð-
ugt fyrir þá, sem bankahrunið
mikla í Wall Street bitnaði ekki
á, að gera sér annað eins í hug-
arlund. Vikuna áður var ég mill-
jónari — að minnsta kosti á papp-
irnum — vikuna eftir var ég ör-
eigi. Viðbrögð mín leiddi af
sjálfu sér, ég drakk mig fullan,
og það rann ekki af mér í þrjá
sólarhringa.“
Hann hló við, stóð á fætur og
strauk fingrunum um hrokkið
hárið. „Staðurinn, sem ég valdi
til að svala þannig sjálfsmeð-
aumkun minni, var sumarbástað-
ur, sem við áttum á ströndinni
— eða öllu heldur, höfðum átt,
áður en við felldum gullfjaðr-
irnar. Alma vildi koma þangað
með mér, en ég vildi ekki leyfa
henni það. Ég þráði það eitt að
mega komast sem lengst burt frá
öllum og öllu og drekka mig
blindfullan, hvað ég og gerði
svikalaust."
„En einhverntima rennur svo
af manni. Fyrir mann, sem orð-
inn er drykkjusjúklingur — eða
allt að því, eins og ég var þá —
er það óhugnanleg raun. Maður
fyllist viðbjóði á sjálfum sér, um
leið og maður verður gripinn
dýpstu örvæntingu. Mér varð lit-
ið í spegilinn — virti fjrrir mér
blóðhlaupin augun og skegg-
broddana, og mér varð það ó-
vefengjanlega Ijóst, að ég var að
fara í hundana. Sem maður, eig-
inmaður og mannleg vera yfir-
leitt, hafði ég beðið algert skip-
brot. Og ég hugsaði sem svo;
nei, ég hugsaði ekki sem svo,
heldur sá það, að ég gat ekki
gert Ölmu og öðrum betri greiða,
en það að hverfa af leiksviðinu
— fyrir fullt og allt.“
„Ég var meira að segja ekki
i neinum vafa um aðferðina. Það
var stormur úti fyrir og þungur
sjór. Ef ég synti eins langt út
frá ströndinni og ég frekast
komst, var ekki um neina aftur-
komu að ræða. Þar með var mál-
ið leyst.“
Það hafði slokknað i pipunni
og Ken lagði hana frá sér á skrif-
borðið. Það brakaði i gamla
skrúfstólnum, þegar hann settist.
„Þegar maður hefur einu sinni
tekið slíka ákvörðun, vill maður
framkvæma hana sem fyrst, og
ég var því ekkert að tvínóna við
það. Ég reikaði niður dj^raþrepin
og til strandar. Þetta var árla
morguns, og ég minnist þess enn