Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 99
ER JÖRÐIN AÐ ÞENJAST ÚT?
107
tímabilum, er rannsókn á veður-
fari á fyrri jarðsögutímabilum.
Útbreiðsla jurta og dýra um
heiminn virðist nú að miklu leyti
háð veðurfarsbeltunum.
Belti þessi frá heimsskautum
að miðbaug eru í eftirtektarverðu
samræmi við heimsskautsmönd-
ulinn eða snúningsmöndulinn,
bæði hvað snertir hitastig og loft-
og hafstrauma. Þessar aðstæður
hafa öðrum fremur áhrif á vöxt
og útbreiðslu lifandi vera um
hnöttinn, og í þessu sambandi
má eflaust vænta þess, að þær að-
stæður, sem nú hafa slik áhrif,
hljóti einnig að hafa haft þau
sömu áhrif á fyrri jarðsögu-
öldum.
Steingerðar jurtir og dýr geta
oft bent til skilyrða þeirra, sem
þau hafa búið við. Kalalögin
hafa til dæmis aðeins myndazt
í röku loftslagi, og kol frá sér-
stöku jarðsögulegu tímabili eru
steingerðar leifar jurtagróðurs
sérstaldega raks veðurfarsbeltis,
annað hvort hitabeltis eða tempr-
aðs beltis.
Hafi beltið verið temprað, sýn-
ir þverskurður leggja eða trjá-
bola steingerðra jurta og trjáa
árlega vaxtarhringi, sem eru sam-
bærilegir við árhringi trjáa
tempraða beltisins nú á tímum.
Hafi verið um hitabelti að ræða
og því ekki til að dreifa breyt-
ingu á vaxtarhraða eftir árstíð-
um, eru slíkir hringir ekki til
i leifum þessum.
Kolalög með hitabeltiseinkenn-
um, sem mynduðust á Steinkola-
og Perm-tímabilunum fyrir 200
—300 milljónum ára, eru dreifð
um belti hitabeltisregns, sem
virðist gefa til kynna, að suður-
heimsskautið liafi verið einhvers
staðar í suðausturhluta Afríku.
Útbreiðsla steingerðra jurta frá
sömu tímabilum með einkenniim
tempraðs beltis er í samræmi við
þessa tilgátu.
Norðurheimsskaut í miðnorður-
hluta Kyrrahafs?
Suðurheimsskaut á ofangreindu
svæði myndi krefjast þess, að
norðurheimsskautið væri ein-
hvers staðar i miðnorðurhluta
Kyrrahafsins, sem virðist gefa til
kynna, að annað hvort hafi snún-
ingsmöndullinn þá hallazt um 70
gráður við núverandi möndnl,
en það telja jarðeðlisfræðingar
ómögulegt, eða að hin þunna
jarðskorpa hefur færzt til ofan
á undirlaginu um þá vegalengd,
sem þessu nemur.
Hvað veðurfarsbeltunum við-
víkur í lilutfalli við legu þurr-
lendisins, þá er um sömu til-
hneigingu að ræða alls staðar:
lönd tempruðu beltanna hreyfast
í áttina til hitabeltisins og inn