Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 116
124
ÚRVAL
betur en áður, og það verður ljóst,
hvers vegna spámennirnir urðu
að beita öllum síuum áhrifa-
mætti, svo hinir framandlegu sið-
ir, sem ril'tu í Kauaanslandi.
yrðu fsraelsmönnum ekki að
fótakefli.
Þá hafa fornminjarannsóknir
og veitt okkur viðtækan fróðleik
um innrás ísraelsmanna í
Kanaansland og hvernig þ'eir
lögðu það undir sig. Á árunum
milli heimsstyrjaldanna, þegar
Palestina var brezkt verndar-
svæði, var mikið unnið þar að
fornminjauppgreftri og forn-
minjarannsóknum, og höfð um
það alþjóðleg samvinna, sem
reyndist hin árangursrikasta.
Var grafið víðs vegar um landið,
og vegna fornminjanna, sem þar
fundust, getum við gert okk-
ur nokkurn veginn samhangandi
grein fyrir „landnámsöld" fsra-
elsmanna.
í hverri borginni af annarri
mátti sjá það af fornminjafund-
unum hvernig ný þjóð, ísraels-
menn, réðist inn i landið að aust-
an á 12. öld f. Kr., náði fyrst í
stað fótfestu á fjalllendinu, en
svo smám saman í gróðurrikari
dölum og sléttum, með því að
hrekja Kanaansmenn á brott það-
an. Þetta má meðal annars ráða
af afturför sem þá verður í húsa-
ge-rð, miðað við hin tiltölulega
vönduðu hús frá 13. öld f. Kr.
En smám saman hefur innrásar-
þjóðin numið húsagerðarlistina
af þeim, sem fyrir voru í land-
inu; það leið jafnvel ekki á Iöngu
áður en hún fór fram úr þeim
i ýmsum tæknilegum atriðum, t.
d. er hún komst upp á lag með að
gera lekalausar vatnsleiðslur, sem
gerðu það ekki framar nauðsyn-
legt að setja byggð sina við renn-
andi vatn, en það veitti fsraels-
mönnum mun betri aðstöðu en
Kanaansmönnum.
Skömmu eftir að innrás ísra-
elsmanna hófst, réðist og annar
þjóðflokkur, Fílistearnir, inn í
landið og tók sér bóílfestu á
ströndinni, en þá sögu má einnig
rekja samkvæmt fornminjafund-
um. Te-kizt hefur að finna hvar
höfuðborg þeirra stóð, og rekja, í
samræmi við frásagnir bibliunn-
ar, framsókn þeirra á kostnað
ísraelsmanna á þvi timabili, sem
venjulega er kennt við „dómar-
ana“.
Þegar Davíð tók við konung-
dómi i ísrael um það bil 1000
árum f. Kr. hófst glæsileg en
skammvinn frægðaröld með þjóð-
inni, sem nú var sameinuð undir
eina stjórn. Davíð gerði Jerúsal-
em að höfuðborg hins nýja kon-
ungsríkis, byggði konungsborg
og lét efla varnir hennar. Sonur
hans, Salómó, reyndist þó enn