Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 61
JÓN BALDVINSSON
69
an veginn á áð unna, en lærði
fljótt að treysta. Vera má, að
þessi ummæli mín miðist að ein-
hverju leyti við það, að ég var
ekki flokksmaður Jóns Baldvins-
sonar frá öndverðu. Eg á það
flokksforustu Framsóknarflokks-
ins að þakka, fremur en eigin
ætlan minni, að ég varð svo lán-
samur að gerast liðsmaður Al-
þýðuflokksins á meðan ég enn
hugðist eiga virkan þátt að
stjórnmálum.
Þessi atvik urðu með þeim
hætti, að ég fluttist vestur i Ftat-
ey á Breiðafirði vorið 1926. Að-
alverzlun eyjarinnar hafði beðið
mikið áfall, útgerð var í kalda-
koli, flóabát vantaði til að halda
uppi viðunandi samgöngum. í
Flatey var lítið og veikburða
kaupfélag að koma undir sig fót-
unum. Mér sýndist einsætt að efla
það eftir mætti, leitaði sambands
við frjálshuga menn í eyjum og
á iandi um stuðning við kaupfé-
lagið og stofnun flóabátsfélags,
gerðist formaður kaupfélags-
stjórnarinnar og beitti mér all-
mikið í þessum málum. Af þessu
leiddi það, að við alþingiskosn-
ingar vorið 1927 tók ég að mér að
vera í kjöri fyrir Framsóknar-
flokkinn samkvæmt tilmælum
samverkamanna þar vestra og
koma fótum undir hann í
Barðastrandasýslu, eftir því
sem föng yrðu á. Hafði Fram-
sóknarflokkurinn ekki haft þar
mann í kjöri áður, enda Hákon
Kristófersson alþingismaður í
Haga verið talinn nálega ósigr-
andi í sýslunni árum saman. Al-
þýðuflokkurinn bauð fram
Andrés Straumland, er síðar
gerðist kommúnisti, sem vitan-
lega var vita þýðingarlaust fram-
boð, en svifti mig sennilega 80—
100 atkvæðum. í kjöri var og
Pétur A. Ólafsson, víðkunnur og
virtur maður fyrir framkvæmdir
sínar á Patreksfirði, þá fluttur til
Reykjavikur. Framboð mitt sýnd-
ist því ekki álitlegt, enda ég ekki
búinn að dvelja vestra nema rúmt
ár. Leikar fóru þó svo, að mig
skorti ekki nema eitthvað 30—40
atkv. á við Hákon. Framsóknar-
flokkurinn var kominn á fastan
grundvöll í sýslunni, sigurvonir
i fylgjendum mínum og góður
hugur innbyrðis, enda sýnilegt,
að kjördæmið myndi vinnast í
næstu kosningum, væri sæmilega
haldið á, og varð sú raunin á.
Nú verður það, að i fjarveru
minni erlendis árin 1928—1929,
lofar forusta Framsóknarflokks-
ins öðrum manni framboðS í
Barðastrandarsýslu af hálfu
flokksins, án minnar vitundar og
án þess, að ég vissi mig neitt hafa
gert til saka. Þegar mér varð
ljóst, hvernig komið var, gekk ég