Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 146
154
U R VA L
Önnur vofa í Glamiskastala er
hin sárþjáða vofa Baerdie jarls,
sem er álitinn hafa lagt sál sína
að veði í spilum við djöfulinn.
Er hann tapaði, var hann dæmd-
ur til þess að halda áfram að
spila að eilifu. Ef þú telur giugg-
ana í Glamiskastala að utan og
slðan að innan, muntu aldrei fá
sömu tölu, að því er munnmæla-
sagan hermir. Sagt er, að ein-
hvers staðar í kastalanum sé
týnda leyniherbergið, þar sem
hið útskúfaða spilafifl heldur á-
fram sinni endalausu spila-
mennsku.
Ekki eru konungbornar vofur
sérstaklega margar, svö að vel
staðfest sé, en eftirtektarvert er,
að á meðal þeirra má telja marg-
ar eiginkonur Hinriks konungs 8.
Sem dæmi mætti nefna hina
frægu vofu Catherine Howard,
fimmtu „eiginkonu“ hans, sem
heldur áfram ópum sínum á æð-
isgengnum flótta sínum eftir
draugagöngum til kapellunnar
við höllina í Hampton Court í
endaiausri leit sinni að konung-
inum, svo að hún megi lýsa yfir
sakleysi sínu við hann, vegna
ásökunar hans um lijúskaparbroí
og sleppa þannig undan dauða-
dóminum, sem á eftir fylgdi.
Anne Boleyn féll einnig fyrir
hendi böðulsins, og í Norfolk er
til Iífseig munnmælasaga, að
vofuvagn, dreginn af hauslausum
hestum, sem stjórnað er af haus-
lausri drottningunni, æði eftir
þjóðvegunum í áttina til Blickling
Hall um miðnætti einu sinni á
ári, þ. e. a. s. sama mánaðardag-
inn og hún dó. Sagt er, að enn
ein af drottningum Hinriks 8.,
Catherine af Aragon, sé á reiki
í sal einum í Kimboltonkastala
f Huntingdonshire.
Börn Hinriks 8. eru einnig
meðal hinna konungbornu vofa.
Vofa Elísabetar drottningar hef-
ur sézt í bókaherberginu í
Windsorkastala, og María drottn-
ing, systir hennar, er á reiki á
hinu forna setri, Sawston Hall,
i Cambridgeshire, en eigendur
þess skutu yfir hana skjólshúsi
á óeirðatímum þeim, sem fylgdu
dauða Játvarðs 6., bróður henn-
-ar.
Þar bárust henni þær fréttir,
að þeir, sem studdu tillcall lafði
Jane Grey til krúnunnar, hefðu
komizt á snoðir um felpstaðinn,
og hún flúði að nóttu til. Enn
er hægt að líta á herbergið, sem
hún dvaldist í, og vofa hennar
hefur ekki aðeins sézt þar, held-
ur hefur hún heyrzt vera að leika
á spinet, líkt og drottningin sjálf
gerði kvöldið áður en hún flúði.
Vofur mikilla stjórnmálamanna
virðast yfirleitt sætta sig vel við
að láta veröld þessa sigla sinn