Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 145
DRAUGAR
153
sem reika um, þar sem klaustur
þeirra stóðu eitt sinn, gráklæddu
konunum, sem reika gufulegar
um stofur og garða húsa þeirra,
sem þær eitt sinn bjuggu í?
Til dæmis mætti nefna litlu
Grænklæddu konuna með barnið
sitt, en þau hafast við i Crathes-
kastala í Kincardineshire. Einnig
mætti nefna hina fráhrindandi
Lafði Hoby í Bisham Place,
Berkshire, sem myrti eitt barna
sinna og hefur síðan oft og mörg-
um sinnum verið að reyna að
þvo blóðið af höndum sér á stað
þeim, sem glæpurinn var fram-
inn á. Og í Raynham Hall í Nor-
folk er Grákiædda konan, sem
hefur notið þeirrar sérstöku upp-
hefðar öðrum vofum fremur, að
vera ljósmynduð.
Hús það í Bretlandi, sem einna
mestir reimleikar eru í, e-r Bur-
ton Agnes Hall nálægt Bridling-
ton í Yorkshire. Það er tignar-
legt setur frá Tudortímabilinu,
en í viðhafnarsal þess er varð-
veitt hauskúpa stúiku, sem dó
fyrir 300 árum síðan og gaf fyr-
irskipanir um varðveizlu þessa.
Eitt sinn er hauskúpan var færð
lir veggskoti sínu að baki þiljum
i salnum, var hurðum skellt, og
slíkur óheyrilegur hávaði upp-
hófst, að hauskúpan var látin
aftur á sinn rétta stað í flýti
miklum. En í Burton Agnes Hall
koma oft skrýtnir atburðir fyrir,
jafnvel þótt hauskúpan sé nú á
sínum venjulega stað.
Það eru margar vofur á ferli
i Levens Hall nálægt Kendal i
Westmoreland. Það er gamalt hús
með burstum, og er elzti hluti
þess frá 12. öld. Þessar vofur eru
alls ekki sólgnar í tunglskins-
bjartar nætur, því þær birtast
yfirleitt um hábjartan dag og
líta út eins og fólk af holdi og
blóði, þótt þær hafi þann ó-
hugnanlega vana, að hverfa
skyndilega.
Sú frægasta þeirra er Grá-
klædda konan, sem reikar um á
akveginum heim að húsinu. Að-
alstarf hennar er að hræða gesti
með því að ganga þvert fyrir
bifreiðir, sem nálgast húsið. Þeg-
ar ökumaðurinn stanzar í upp-
námi, fullviss þess, að hann hafi
ekið yfir roskna konu, er engin
kona þar sjáanleg!
Glamiskastali í Angus, hið
forna aðsetur jarlsins af Strath-
more og Kinghorne og fæðingar-
staður Margrétar prinsessu, hef-
ur alltaf verið umvafinn ein-
kennilegri dulúð. Sagt er, að hér
reiki um vofa Jane Douglas, hinn-
ar óhamingjusömu konu, sem var
brennd á báli sem galdranorn á
16. öld fyrir að hafa verið álitin
eiga þátt í samsæri um að myrða
Jakob konung V.