Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 89
MAÐUR ÍRLANDS
97
Félagarnir í Keltneska sam-
bandinu kynntust ýmsu varðandi
írland, sem lítið er um i kennslu-
bókunum um sögu landsins:
sjálfstæðisbaráttunni og seiglu
þessarar þjóðar, sem um alda-
raðir hafði hlotið aðdáun um-
heimsins. Frelsisbaráttan var
ekki neitt nýtt fyrirbæri i sögu
landsins. Sjálfstæðisþráin hafði
alltaf logað undir niðri, enda
þótt oftast hafi ekki mikið borið
á því.
Loks fæddist sú hugmynd árið
1912, að írland, sem verið hafði
vopnlaust land öldum saman,
skyldi koma sér upp her. Bretar
hreyfðu hvorki hönd né fót, en
Sir Edward Carson kom upp
„Sjálfboðaliðunum frá Ulster“.
Árið 1913 tóku svo við „frsku
sjálfboðaliðarnir".
Meðal þeirra fyrstu, sem létu
skrásetja sig, var de Valera, sem
þá var óþekktur nerna í einni
deild Keltneska sambandsins. Nú
var hann orðinn fyrirvinna dálít-
illar fjölskyldu. Seinna átti hann
eftir að segja frá því, að áhyggj-
ur hafi sótt að sér, eftir að hann
tók þá ákvörðun að gerast her-
maður; hann hafi eitt kvöldið
læðzt upp í barnaherbergið og
horft á sofandi börnin og hugsað
með kvíða um framtíð þeirra.
Skömmu síðar var „Uppreisn-
in“ gerð, og var hún írum til
mikillar sæmdar. Aðeins eitt þús-
und illa vopnum búnir hermenn
náðu þeim árangri að halda höf-
uðborginni í heila viku, og voru
þó herdeildir andstæðinganna
skipaðar 50 þúsund liðsmönnum
með alvæpni. En næstu tvær vik-
urnar voru óhugnanlegur tími.
Þá voru smám saman dæmdir til
dauða allir hinir eldri liðsfor-
ingjar Sjálfboðaliðanna.
Einn þessara liðsforingja var
þó ekki skotinn — de Valera.
Sagt var, að orsökin væri ann-
að hvort sú, að hann var banda-
riskur borgari eða það, að Bret-
arnir hafi ekki talið það ómaks-
ins vert að koma honum yfir i
eilífðina. En hvorugt af þessu
er rétt. Ástæðan var sú, að í
þann mund sem de Valera var
tekinn til dóms, hafði almenn-
ingsálitið í heiminum snúizt mjög
írum í hag, og það varð til þess,
að Bretarnir lækkuðu seglin.
De Valera fékk reyndar sinn
dauðadóm. Venjan til þessa hafði
verið sú, að áður en aftökurnar
fóru fram, var fanganum tilkynnt
það, þar sem hann var í klefa
sinum ásamt fleirum. En þegar
de Valera var kallaður fram,
ákvað hann að virða dauðadóm-
inn að vettugi.
Varðstjórinn las dauðadóminn
og beið þess, hvernig fanginn
tæki honum. De Valera leit á