Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 139
SKOP
147
inn til föðurhúsanna. Við vorum
góðir vinir, og nú sjáumst við ekki
íramar.
-----•
Móðirin: Hvernig lízt Þér á hann
Munda minn litla?
Vinkonan: Ó, ljómandi fallegt
barn, en hann er nokkuð lítill.
Þegar hann Siggi minn var á vöxt
Við hann, var hann miklu stærri.
Sveitakonu, sem aldrei hafði séð
ofn, var eitt sinn um vetrartíma
boðið inn i herbergi, þar sem lagt
var i ofn. Hún var að skoða sig
Um og snerta á ýmsum hlutum og
finnur þá að ofninn er heitur.
Þetta þykir henni kynlegt í vetr-
arfrostinu og segir:
— Sá held ég, að sé heitur á
sumrin.
UNG og fögur stúlka kom inn
i strætisvagninn. Það var ekkert
sæti laust, en um leið stóð upp
ungur maður um leið og stúlkan
stillti sér upp við hliðina á sæti
hans.
— Þér megið ekki standa upp
mín vegna, svaraði stúlkan og
ætlaði að ýta honum niður i sætið.
— Því miður, svaraði ungi mað-
urinn. Ég ætlaði að fara hér úr
vagninum.
------•
Feit kona kom inn í strætisvagn.
Hún vafraði hægt um gólfið og leit
í kringum sig eftir sæti. Loks
stundi hún hásri röddu:
— Vill ekki einhver karlmann-
anna standa upp fyrir mér?
Þá stóð grindhoraður maður upp
úr aftursætinu, heldur seinlega, og
sagði mjóróma:
— Ég skal leggja dálítið til.
------•
REIÐUR eiginmaður: Ég vil fá
úr því skorið þegar i stað, hver
er húsbóndinn á heimilinu.
Eiginkonan rólega: O, vertu
ekki að þessu góði. Þú verður
.miklu hamingjusamari, ef þú veizt
það ekki.
Konan: Þú liggur alltaf í bók-
um og skiptir þér ekkert af mér.
Ég held þér þætti vænna um mig,
ef ég væri orðin að bók.
Maðurinn: Já, einkum ef þú
værir almanak, því að þá gæti
maður átt von á annarri um ára-
skiptin.
SVO SE’M markið er ekki sett til þess að skyttan missi þess, er
ekkert i heimi illt i sjálfu sér. — Epiktet.