Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 158
ÚR VAL
166
minjagripi til ársins 1915, en þá
gaf hann þær til „Ishideildar"
hins nýstofnaða mannfræðisafns
við Kaliforníuháskóla.
ÁriÖ 1894 fluttu þeir fáu, sem
þá voru enn á lifi af kynþætt-
inum, enn hærra upp í fjöllin,
þvi að þeim var ekki lengur líft
á gamla staðnum, sökum þess
aS öll veiðidýr voru annaðhvort
felld eða fiúin þaðan af völdum
hvitra veiðimanna. Þá voru þau
einungis fimm eftir af hinum
forna kynþætti, Ishi, móðir hans,
systir hans eða ef til vill frænka,
og tveir karlmenn, annar ungur
en hinn gamalmenni, og voru
þeir ekki náskyldir Ishifjölskyld-
unni.
Enn byggðu þau sér kofa á
háum klettarima og gengu þar
eins frá öliu og áður. Þar var
sérstakur kofi til geymslu, eða
eins konar skemma, kofi til að
reykja í kjöt og lax, eldhús með
hlóðum, smiöja, þar sem Ishi
smíðaði boga sína og örvar, og
odda á þær og spjót sín, og loks
íbúðarkofi sem veitti þeim fimm
hlýtt og notalegt skjói, þótt
þröngur væri.
Árin liðu og enginn varð þess
var að lifandi mannverur hefðu
setzt þarna að. Öldin kvaddi og
ný öld gekk í garð. Ungi mað-
urinn iézt, gamli maðurinn og
móðir Ishi voru komin að fót-
um fram og urðu þau, Ishi og
systir hans, að sjá um veiðarnar
og alla búsýslu. Árið 1908 ráð-
gerði raforkufyrirtæki að reisa
stiflu í gljúfrinu fyrir neðan
klettarimann og sendi verkfræð-
inga sína út af örkinni til að at-
huga allar aðstæður. Kvöld nokk-
urt sáu þeir nakinn Indíána sitja
á steini í fljótinu og veiða iax
með skutli. Það var Ishi. Þegar
verkfræðingarnir komu aftur
heim í tjöldin, trúði enginn sögu
þeirra, að undanteknum leiðsögu-
manninum, Merle Apperson.
Hann var kunnugur á þessum
slóðum og morguninn eftir iagði
hann einn af stað í könnunarferð
upp með gljúfrinu. Hann var
kominn spölkorn inn í þétt kjarr
þegar ör hvein við eyra honum
og munaði ekki nema hársbreidd
að hún hæfði. Hann tók það scm
viðvörun, sneri aftur til verk-
fræðinganna og hafði ekki orð á
neinu, en þeir voru þá að mæl-
ingarstörfum í námunda við
klettarimann, þar sem kofarnir
stóðu inni i kjarrinu.
Indíánarnir fjórir, sem eftir
voru, — öldungurinn, móðir Ishi,
sem lá í rekkju, og svo þau Ishi
og systir hans eða frænka — von-
uðu að hvítu mennirnir færu
framhjá klettarimanum. Sú von
rættist þó ekki. Þeir ruddust
gegnum kjarrið og beint á kofana.