Úrval - 01.05.1962, Page 38

Úrval - 01.05.1962, Page 38
4G ÚRVAL Acoma stendur á hömrum, sem rísa 357 fet upp af hrjóstugri hásléttu Nýju Mexíkó og er eins afskekkt í dag og hún var, þegar Alvarado sá fyrst grilla í hana í rökkurbyrjun árið 1540. Þetta er sannkallaður himnabær, sem byggður er uppi á himin- hárri, snarbrattri hamrabrún. Hamrar þessir ná yfir 70 ekrur. í bænum er fjöldi íbúðarhúsa, verzlanir og dómkirkja. En samt var hvert gramm byggingarefn- isins í þennan furSulega bæ bor- ið upp hamrana á bökum Aco- mite-Indíánanna. Kirkjan er byggð úr óbrennd- um, sólþurrkuðum múrsteinum, brenndum múrsteinum og stein- limi, og það tók mörg ár að reisa hana. Hinir risavöxnu bjálkar kirkjunnar komu alla leið frá Taylor-fjalli, kirkjugarðurinn nmhverfis kirkjuna er steinkassi, fullur af mold, 60 fet á dýpt, sem tók áratugi að flytja að. Enginn veit, hvenær íbúðarhúsin voru byggð né hversu langan tíma það tók hina þolinmóðu fætur i Indiánailskónum að þramma upp á hamrana með allt byggingar- efnið, á horfnum öldum. Einu sinni á ári efnir himna- bærinn til hátíðahalda fyrir al- menning, og skemmtiferðamenn- irnir þyrpast að til þess að klifa hina þverhníptu hamra, staulast upp á háa klettahamrana, upp einstigið, þar sem heita má, að skríða verði á höndum og fótum, drasla með sér myndavélunum sínum og brenna af forvitni og löngun til þess að ganga um göt- ur bæjarins, taka myndir af ætt- arhöfðingjum, sem hafa komið saman, hátíðlegir á svip, eða kaupa silfurmuni. Þessi hátiða- höld eru þann 2. september, og þá heiðra hin hljóðlátu Börn Sólarinnar verndardýrling sinn með veizlu og dansi. En þeir fáu, sem fengið hafa aðgang að Acoma í eina eða tvær nætur, þegar engin hátiðahöld hafa átt sér stað, muna ýmislegt fleira; þeir minnast óljósra orða, einkennilegra leynidyra efst á húsum, sem þögulir menn hverfa inn um, hins leyndardómsfulla söngs frá samkomum Indíánanna, sem engin Indiánakona má sækja, hreyfingarlausra vera, sem standa í rökkrinu á húsaþökum og snúa mót sólarlaginu. Allt þetta ber vitni um hið leynda líf Acoma, sem enginn hvítur maður hefur enn getað aflað sér viðhlítandi upplýsinga um. Ef maður vill heimsækja Ac- oma, þarf maður á bifreið að halda, hvassri sjón og likamlegu þoli. Acoma hefur lítið samband við aðra bæi og þorp Indíána og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.