Hlín - 01.01.1939, Qupperneq 54
52
Hlín
heiman við og við, sækja skólana o. s. frv., en fara til
skiftis, ef um fleiri systur er að ræða, eða útvega stúlku
í sinn stað, svo að jafnan sje einhver heima til að hjálpa
foreldrunum við störfin, og koma svo heim að loknu
námi.
Það er orðin siður að vilja endilega fara að heiman
og vinna þar. Hvernig getur það verið æskilegra eða
ánægjulegra að vinna að heiman, en heima? — Vinnan
er engan veginn ljettari, það er ekki þar í það liggur.
Það er venjan, öfugstreymið! —
Jeg vildi óska að þið ættuð þann metnað, góðu stúlk-
ur, að vilja byggja upp heimilin með foreldrum ykkar,
meðan þið eigið ekki heimili sjálfar, það er blessunar-
ríkt starf að hjálpa þreyttum foreldrum með ungum
kröftum. Það er göfugt og gott starf, að hjálpa foreldr-
unum til að halda heimilinu saman, hjálpa þeim til að
koma upp yngri systkinum. Er það ekki ánægjulegt
að sjá heimilið vaxa og fríkka í 'höndum ykkar. Gera
það skemtilegt og aðlaðandi, það er á ykkar valdi. Það
verður dauft, þar sem ekkert er nema þreyttir foreldr-
ar og smáböm. — Ekkert fyrirheiti er öruggara og viss-
ara um efndir en þetta: „Heiðra föður þinn og móður,
til þess að þjer vegni vel og þú verðir langlífur á jörð-
unni“. Faðir og móðir elska gamla heimilið sitt, þau
vilja ógjarnan yfirgefa það, þó þau neyðist til þess,
þegar allir eru farnir, sem unnið geta, en ekkert væri
þeim kærara en fá að vera kyr.
Ykkur þykir, eins og þeim, vænt um sveitina ykkar,
smábæinn ykkar, margt er þar sem má bæta og lag-
færa, og margt er þar sem má stunda sem aukavinnu,
ef tími leyfir og kunnátta er til: Saumar, vefnaður.
vjelprjón, garðyrkjuleiðbeiningar, hjálp við hjúkrun,
ef upplag er fyrir það, aðstoð við matreiðslu, ef áhugi
er fyrir því eða kunnátta. — Þannig mætti lengi telja.
Ef þið athugið þessi mál, og látið ekki óhollan og öfug-