Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 22
30
ÚRVAL
þvi, að við séum bundin um aldur
og ævi við núverandi ,4iátind
þróunarinnar“. Öflin, sem hafa
skapað spendýraættbálki þeim,
sem nefnist maður, hans núver-
andi stöðu, hafa ekki sagt af sér
né hætt að verka. Ef maðurinn
heldur áfram að vera til, mun
hann halda áfram að þróast.
Það er i rauninni ekki óhugs-
anlegt, að maðurinn sé nú stadd-
ur við dyr algerlega nýrrar þró-
unar — geysilegrar þróunar.
Hann er nú að nálgast þá stund,
þegar hann kann að verða fær
um að ráða sjálfur stefnu þróunar
sinnar. En það er langt frá því
að vera öruggt, að slíkt gerist.
Ef þetta gerist nú samt og mað-
urinn ræður þannig ekki aðeins
menningu sinni, heldur getur val-
ið sér afkomendur að vild, verða
möguleikarnir til líffræðilegra
framfara geysilegir.
Áður en við rannsökum þessar
byltingarkenndu ályktanir nán-
ar, skulum við fyrst framlengja
fyrri þróunarbraut mannsins inn
i framtíðina. Hin þrjú líkamlegu
einkenni, sem greina manninn
frá öllum öðrum dýrum, eru
höndin, upprétt líkamsstelling og
heilinn. Af þessum einkennum
hafa breytingar á heilanum í
framfaraátt helzt verið settar í
samband við áframhaldandi þró-
un.
Ef visindaleg og tæknileg þró-
un okkar heldur áfram með vax-
andi hraða, líkt og gerzt hefur
hingað til, getum við búizt við
því, að helzta aðlögunarbreyting
framtíðarmannsins muni verða
fólgin í breyttri byggingu heila
og tilsvarandi taugabrauta og
taugatengsla.
Ennþá er ekki mögulegt að
segja nákvæmlega fyrir um breyt-
ingar þær, sem um kynni að
verða að ræða. Það gæti orðið
um að ræða aukningu á fjölda
neurona, þ. e. taugafruma í heil-
anum og þar af leiðandi aukna
stærð hans. Algerlega ný liffæri
eða liffærahlutar kynnu að mynd-
ast, likt og aðrir hafa gert hing-
að til, svo sem heilabörkurinn
til dæmis. Ólíkar breytingar gætu
átt sér stað samtímis.
Ég get ekki séð líkindi til nokk-
urrar grundvallarbreytingar á
öðrum aðaleinkennum mannsins
i nánustu framtíð. Hönd hans
hefur tekið furðulega litlum
breytingum i næstum allri fortíð
mannsins. Hugsanlegt væri, að
það yrði honum gagnlegt í fram-
tiðinni, að höndin gæti sýnt enn
meiri næmleika, fimi og ná-
kvæmni í ýmsum störfum, en þá
gæti hann bara fundið upp vél-
rænan staðgengil handarinnar til
notkunar á þvi sviði, líkt og hann
hefur þegar gert svo oft, allt frá