Úrval - 01.05.1962, Page 31
SÁLKÖNNUÐURINN JUNG
39
unarinnar í Ziirich, sem Bleuler
prófessor veitti forstöðu, en hann
samdi eina fyrstu fræðibókina um
geðlækningar nútímans. Jung
v^rð forstöðumaður stofnunar-
innar árið 1905.
Hann varð frægur fyrir rann-
sóknir sínar á hugklofningu og
mótaði hugtökin „introvert" og
„extrovert". Hann setti fram
kenninguna um samvitund kyn-
stofnsins, sem hann telur kjarn-
ann i sál eínstaklingsins, þvi að
samvitund þessi spenni yfir tíma
og rúm og sé uppspretta hinna
svonefndu frumgerða.
Jung hélt mikið af fyrirlestr-
um á yngri árum. Hann ferðaðist
um Asiu og Afríku til þess að
kynna sér goðsagnir og tákn i
sambandi við frumgerðakenningu
sfna.
Þegar hann var ungur maður,
reisti hann sér hús handan við
Zúrichvatnið. Þetta hús var eins
og turn í laginu, og í þessum
turni dvaldi hann aleinn í nokkr-
ar vikur á ári hverju til þess að
geta hugsað í næði.
Hann hafði stundað mörg þús-
und sjúklinga þegar hann hætti
lækningum sjötiu ára gamal!.
Kona hans var einnig sálfræðing-
ur og eignuðust þau fimm börn.
Þar til hún lézt árið 1955, var
hún einn helzti fyrirlesarinn við
Carl Gustaf Jung stofnunina, sem
komið var á fót 1948 sem æfinga-
stöð fyrir sálgreiningaraðferðir
Jungs.
Margir sjálfboðaTiðar starfa við
þessa stofnun og hefur hún orð-
ið fyrirmynd að svipuðum stofn-
unum i öðrum borgum.
Sjálfur er Jung hættur að taka
virkan þátt í störfum stofnunar-
innar. En hann þekkir alla þá
vel, sem útskrifast, og býður
stundum stúdentunum heim, en
þó ekki nema að undangengnu
vandlegu vali. „Ég kæri mig ekki
um að útskrifa mikið af venju-
legum Iæknum“, sagði Jung eitt
sinn. „Það verða að vera ein-
staklingar sem geta skilið aðra
einstaklinga“.
ÁÐUR EN í>ú rýkur til að hafa orð á göllum náungans, skaltu
telja upp í huganum tíu galla, sem þú hefur sjálfur.
— English Digest.
/-w- /—>/
EKKE’RT getur friðað svo hugann sem gallhörð ákvörðun.
— H. G. Wells.