Úrval - 01.05.1962, Síða 41
TÝND BORG OFAR SKÝJUM
49
„Þeir koma frá Guði. Þeim
rignir niður af himnum ofan. Ég
sé þá. Ég horfi á þá. AHar hol-
urnar eru þurrar, vatnið er horf-
ið. ÞaS rignir, og regnið flytur
okkur froska af himnum, það er
fullt af þeim í hverri holu.“
Sá hluti sögu Acomite-Indián-
anna, sem þekktur er, hefst með
komu Spánverjanna. Þegar Coro-
nado, merkastur allra landkönn-
uða, steig fyrst fæti sínum í bæ-
inn, heilsaði hann Indíánunum
vingjarnlega, og var honum tekið
vel, því að Indíánarnir höfðu
ekki enn lært að óttast hvíta
manninn. Þeir höfðu byggt þenn-
an virkisbæ til verndar gegn ó-
vinveittum ættbálkum Navajoz,
Apache- og Comanche-Indiána,
sem höfðu það fyrir venju að
kúga skatt út úr fámennari ætt-
bálkum. Skatturinn var greidd-
ur með korni.
En hinir stoltu Acomite-Indi-
ánar greiddu engum skatt. Þeir
gátu horft niður á hásléttuna með
fyrirlitningu úr hinum óvinn-
andi virkisbæ sínum og manað
hvern ribbaldaflokk að ráðast á
bæinn. Þeir voru stoltir, og því
litu þeir ættbálkar, sem verr voru
stæðir, upp til þeirra.
Þegar Spánverjar byrjuðu ráns-
ferðir sinar á hendur Indíánum
í leit sinni að gulli, reyndust
þeir ekki verðugir sigurvegarar.
Þegar sú fregn barst til Acoma,
að hvítu mennirnir væru farnir
að slátra Indíánaættbálkunum
niðri á hásléttunni, urðu Acomite-
Indíánarnir fjandsamlegir í af-
stöðu sinni gagnvart óvinunum.
Þeir ginntu Spánverja inn f
himnabæinn og myrtu þá þar.
Spánverjarnir komu þangað æ
ofan i æ, þar eð þeir vissu, að
þeir yrðu að ná Acoma á sitt
vald eða missa tiikall sitt til
Nýju-Mexikó að öðrum kosti.
Þegar Vincent Zaldivar sá
himnabæinn, strengdi hann þess
heit, að hann skyldi sigra Acoma,
þótt það kostaði hann lífið. Hann
lagði af stað með sjö höfuðs-
menn, 70 hermenn og litla fall-
byssu. Þeir komu í rökkurbyrjun
að hinum risastóru hömrum, og
þar var tekið á móti þeim með
örvahríð og herópum.
Zaldivar sló upp tjaldbúðum
undir klettum nokkrum, er veittu
skjól, og beið myrkurs. Á meðan
hermenn Indíánanna öskruðu og
börðu trumbur sínar, sendi Spán-
verjinn 12 af mönnum sínum að
hinum enda hamranna. Þeir
höfðu með sér kaðla og áttu að
draga hver annan og fallbyss-
una upp hamrabeltið hinum meg-
in. Mennirnir unnu alla liðlanga
nóttina að verki þessu. Þeir mjök-
uðust upp klettana, hvern af öðr-
um, eftir óþekktum stig og settu