Úrval - 01.05.1962, Page 50
KONUNGUR,
ISHAFSINS
Eftir Jack Denton Scott.
EINT á sumrinu 19G0
var norski báturinn
Havella staddur í
N'orður-íshafinu, en
ég var einn af áhöfn-
inni. Eitt sinn tók ég eftir, að
eitthvað var á sundi talsvert á
bakborða. í því kom stýrimað-
urinn, Alf Olsen, út úr stýris-
húsinu, og ég benti honum á
þessa sjaldgæfu sjón.
„ísbjörn!" sagði hann.
Við vorum svo langt á hafi úti,
að naumast sást til lands. Eftir
nokkrar mínútur sigldum við
björninn uppi. Hann synti létti-
lega og notaði eingöngu fram-
fæturna; afturfæturnir löfðu
máttlausir aftur eins og stýri.
Við gerðum ráð fyrir, að hraðinn
Hvítabjörninn, stærsta rán-
dýriö, sem reikar í
hátignarlegri einveru um
mestu auðnir ailra auðna,
hina fljótandi hafísálfu
í Norðurishafinu.
væri um það bil þrjár milur á
klukkustund. Hann hreyfði höf-
uðið ógnandi, þegar við snerum
móti honum og tókum af honum
myndir.
Ég gerði þá athugasemd, að
það væri merkilegt að sjá bjarn-
dýr svona langt frá landi. En
Olsen svaraði: „Þetta getur ekki
talizt langt, þegar ísbjörn á í
hlut. Fyrir tveim árum siðan sá
ég birnu með tvo hálfstálpaða
húna í auðum sjó tvö hundruð
mílur norður af Grænlandi, og
stefndi hún sýnilega á isbreiðu,
sem var hundrað mílur í viðbót
til norðurs.“
Heimkynni hvítabjarnarins er
Norður-íshafið; annars staðar
fyrirfinnst hann ekki. Af þeim
— Úr Christian Science Monitor, stytt. —
58