Úrval - 01.05.1962, Síða 59
ÞÚ ÞETUR HÆTT AÐ STAMA
07
að nota fremur hægri höndina.
Það er skoðun dr. Wendell
Johnsons, að stam sé áunnin
venja eða hegðunarfyrirbrigði.
Samkvæmt þessari hugmynd hans
er upphaf stamsins í eyra for-
eldranna fremur en í munni
barnsins. Það er sjúkdómsgrein-
ing foreldranna og afstaða þeirra
gagnvart tali barnsins, sem valda
aðallega málgalla þessum.
Johnson uppgötvaði, að margir
Indíánaflokkar, sem hann rann-
sakaði, eiga ekki til neitt orð yfir
stam, þar eð þeir gera sér ekki
grein fyrir þessu sem sérstöku
fyrirbrigði. Svo uppgötvaði hann,
að fyrstu endurtekningar þess,
sem stamar, eru líkar endurtekn-
ingum þeim, sem flest venjuleg
börn viðhafa. En foreldrar gera
sér því miður ekki grein fyrir
því, að væru stamandi börn lát-
in í friði, myndu þau smám sam-
an fara að tala eðlilega.
Þeir, sem reyna að hjálpa
þeim, sem stamar, þ. e. a. s. al-
mennir kennarar, talkennarar,
sálfræðingar, læknar og uppal-
endur yfirleitt, álíta, að mikla
lagni þurfi, þegar tilraunir eru
gerðar til þess að lækna stam.
Þeir hafa komizt að því, að bezt-
ur árangur næst með mismun-
andi viðhorfi og Iækningu eftir
aldri þess, er stamar.
Þeir skilgreina á milli lækn-
ingar á frumstigi stamsins og því
síðara.
Á frumstiginu, en þar er venju-
lega um að ræða börn á 3—10
ára aldri, mæla þeir með lækn-
ingu foreldra hinna stamandi
barna, einnig mæla þeir með þvi,
að reynt sé að fjarlægja eða ráða
bót á óæskilegum áhrifum um-
hverfisins.
Hvað eldri börn og fullorðna
snertir, þ. e. þá, sem eru á hinu
öðru stigi stamsins, er reynt að
ráðast beint að vandamálum
hvers einstaklings sérstaklega. Á
því stigi gerir hinn stamandi sér
grein fyrir því, að hann er hald-
inn málgalla, og álit annarra á
honum hefur áhrif á hann. Við-
leitni þess, sem gerir tilraun til
lækningar, beinist að því að ráða
bót á persónuleikagöllum og mál-
göllum.
Öllum sérfræðingum kemur
saman um það, að hægt sé að
lækna hið stamandi barn á frum-
stigi stamsins í næstum öllum
tilfellum. Sé það satt, að sá,
sem heldur áfram að stama og
nær hinu síðara stigi, valdi lækn-
inum meiri erfiðleikum, þá sýna
einnig skýrslur, að miklum meiri-
hluta þeirra hefur verið hjálpað
mikið, eða þeir hafa veriö alger-
lega læknaðir.