Úrval - 01.05.1962, Blaðsíða 68
76
ÚR VAL
bankanum. Allt er það að vísu
gert með samþykki og' samráði
annarra bankastjóra og hver um
sig leitar samþykkis hinna um
það, sem hann hefur samþykkt
og að sér tekið. Ég sá, að Jón
mundi fallast á þetta. En af því,
að þú fórst þessa leið, á ég 5000
krónum rýmra um hendur þar
sem þörfin er jafnaðkallandi. —
Svo brosti Jón sínu sérkennilega
glettnisbrosi og bætti við:
Það er engin hætta á, að ekki
verði þörf fyrir það!
Nei, það var víst engin liætta
á því á þeim árum. En drengilega
var þetta mælt og sýndi liyggindi
Jóns, þó að í smáu væri.
Jón var maður ákaflega hjálp-
fús og svo ráðhollur og gegn í
tillögum, að mörgum varð að
stórkostlegu liði, jafnvel þó svo
stæði á, að geta Jóns sjálfs hrökk
ekki til að greiða fram úr vand-
anum og bankastjórinn yrði að
láta mann synjandi frá sér fara.
Þessi þáttur var ákaflega ríkur
í eðli Jóns allt til æviloka ásamt
forsjá og hagsýni. Þó hygg ég
að það hafi verið nær skapi hans
og skoðunum að ráða fram úr
slíkum vandamálum með féiags-
legum aðgerðum en persónulegri
aðstoð við einstaklinga og var
hann að þvi leyti barn sinnar
tíðar og þess stjórnmálaviðhorfs,
sem hann var fulltrúi fyrir. En
víst er það, að hjartagæzka hans
og mannlund gerðu oft strik í þá
reikninga.
Jón Baldvinsson var talsvert
margslungnari persónuleiki, en
menn grunaði einatt af daglegri
framkomu hans. Fæstir myndu
ætla, að hann hefði verið maður
hins snögga fyrirvaralausa á-
hlaups. Þó átti hann það til og
geymi ég í minni eina skemmti-
lega endurminningu um það.
Þegar líða tók á vetur 1937
tók sambúð Alþýðuflokksins og
Framsóknarflokksins að gerast
allerfið af ýmsum ástæðum —
og viðbúið að til stjórnarskipta
kæmi og jafnvel kosninga, sem
og varð.
í þessum brotum er það eitt
sinn, að Jón kallar okkur á þing-
mannafund i Alþýðuflokknum.
Þegar allir eru komnir á fund
gengur Jón til dyra, snýr lykl-
inum í skránni og stingur honum
í vasa sinn. Fer hann sér að engu
óðslega, kemur sér fyrir í sæti
sínu og gefur mönnum gott tóm
til þess að hugieiða þessa alls
óvenjulegu framkomu. Tekur
síðan til máls og segist hafa lok-
að í trausti þess, að enginn
gangi af fundi þessum fyrr en
lokið sé með allra samþykki því
máli, sem hér verði lagt fyrir.
Kveðst hann muni opna fyrir
hverjum þeim, er útgöngu beið-