Úrval - 01.05.1962, Síða 73
HTJNDRAÐ ÁRA VIÐ FULLA HEILSU
81
væri af nokkurs konar inn-
byggðri, líffræðilegri „klukku“.
Værum við heppnir, höfðu erfð-
irnar veitt okkur sterka klukku-
fjðður og ætlað okkur tiltölulega
mikið langlífi, ef ekkert slys
kæmi fyrir okkur. En værum við
óheppnari, va(rS tímii sá, sem
við hefðum til ráðstöfunar, brátt
á þrotum.
Snilldarlegar tilraunir, sem dr.
Clive Maine McCay, prófessor í
næringarefnafræði við Cornell-
háskólann, átti hugmyndina að,
urðu til þess að draga stórkost-
lega úr sennileika þessarar kenn-
ingar. Hann byrjaði á þvi að
skipta hvítum rottuungum f tvo
hópa, en þeir höfðu nýlega ver-
ið vandir af móðurmjólkinni.
Annan hópinn ól hann á venju-
legu fóðri, en hópur sá fékk auk
þess mikið af sykri og feiti.
Hann lét rotturnar éta að vild
sinni. Þær lifðu í 2 til 2% ár,
sem er eðlilegt æviskeið fyrir
rottur af þessari tegund. Sú elzta
dó, er hún var 965 daga gömul.
Hinn rottuhópur dr. McCays
fékk sams lconar fóður og þessar
rottur, en engan sykur eða feiti
þar að auki, þ. e. engar aukaleg-
ar hitaeiningar. Þær rottur uxu
seint, en að öðru leyti þroskuð-
ust þær eðlilega. Og þegar þeim
var loks leyft að éta fylli sina,
eftir 300, 600 eða í sumum tilfell-
um 900 daga, héldu þær áfram
að vaxa og náðu síðan fullum
þroska. Næstum allar rottur í
þessum hóp voru enn í fullu
fjöri, þegar þær voru orðnar
1000 daga gamlar, löngu eftir að
allar rotturnar i hinum hópn-
um voru dauðar. Sú elzta í þess-
um hópi varð 1400 daga gömul.
Á undanförnum árum hafa
aðrir vísindamenn staðfest nið-
urstöður dr. McCays, og mikil-
vægi starfs hans varð greinilegt,
svo að eigi þurfti um að deila.
Hann hafði sannað, að erfðirnar
setja langlifi dýra engin ákveð-
in takmörk. Breytt næring gat
framlengt æsku og þroskaár rott-
anna allt að 100%.
Aðrir vísindamenn, þar á með-
al dr. Henry S. Simms og dr.
Benjamin N. Berg við Columbia-
háskólann, hafa sýnt, að jafnvei
lítils háttar takmarkanir á neyzlu
geta dregið stórkostlega úr sjúk-
dómum og aukið langlífi til-
raunadýra. Þeir ólu tvo rottu-
hópa á sömu fæðu, en leyfðu
rottunum í A-hópnum að éta að
vild. Næstum allar rotturnar í
þeim hóp fengu æxli eða sár á
hjarta eða nýru, áður en þær
voru orðnar 850 daga gamlar, en
miklu færri en helmingur rott-
anna í B-hópnum höfðu fengið
slík sár, og æviskeið þeirra varð
200 dögum lengra en feitu rott-