Úrval - 01.05.1962, Page 76
84
tJRVAL
ur miklu lengra en búast mætti
við. Stundun: lifir hún 400 dög-
um lengur en hún ella hefði gert.
Þessar uppgötvanir geta af sér
þann æsilega möguleika, að inn-
spýtingar „yngingarhormóns“
kunni einhvern tíma að tefja
ellihrörnun og hrumleika hjá
mönnunum sjálfum.
En margt fleira þarf að læra
um ellilirörnun manna og upp-
haf hennar, áður en slikar vonir
geti rætzt. Hingað til hafa upp-
lýsingar þessar fengizt að mestu
ieyti við athugun og rannsókn
aldraðra sjúklinga á sjúkrahús-
um og öðrum stofnunum. En ný-
lega hafa vísindamennirnir snúið
sér að rannsóknum, sem taka
eiga langan tíma og beinast að
ungu fólki og miðaldra.
Dr. James F. Cummins og hóp-
ur sérfræðinga eru til dæmis að
rannsaka 900 fyrrverandi her-
menn við heilsurannsóknarstöð-
ina í Boston. Sérhver þessara
manna var dæmdur hæfur til
slikra rannsókna, eftir að ýtar-
legar rannsóknir og tilraunir
sýndu, að sá hinn sami var við
fullkomna heilsu. Sérhver þeirra
mun undirgangast ýtarlega heil-
brigðisrannsókn með vissu milli-
bili það sem eftir er ævinnar.
Ellihrörnun og sjúkdóma, sem
henni eru tengdir, verður þá
hægt að rannsaka með hliðsjón
af ýtarlegri vitneskju um lífs-
venjur hvers manns, mataræði
hans, tóbaks- og áfengisnotkun,
vinnu hans og tómstundastörf.
Dr. Nathan Shock við elli-
hrörnunar-rannsóknarstöðina i
Baltimore stjórnar svipuðum
rannsóknum lil langs tima. Hann
hefur nú verið að rannsaka um
300 menn á öllum aldri síðustu
fjögur árin. Sá yngsti er 18 ára
gamall. Og dr. Thomas Francis,
jr., við Michigan-háskóla, stjórn-
ar jafnvel enn stórkostlegri rann-
sóknum. Hann sér um rannsókn-
ir á öllum íbúum bæjarins
Tecumseh i Michiganfylki. Um
8600 manns hafa þegar gengizt
undir frumrannsókn, og vísinda-
mennirnir vona, að á eftir megi
fylgja ýtarlegar rannsóknir sama
fóiks á næstu áratugum. Yrðu
þær rannsóknir með vissu milli-
bili.
Slíkar rannsóknir hafa þegar
veitt verðmætar upplýsingar. Við
vitum nú, að heyrnar- og sjón-
næmi tekur að hraka hjá mörg-
um snemma á þritugsaldri. Á
þeim árum tekur blóðþrýstingur
stundum að aukast, blóðmagn
það, sem hjartað dælir, minnkar
stundum, og starfsemi nýrna og
vöðvaafli tekur stundum að
hraka.
Slíkar niðurstöður hafa sann-
fært vísindamennina um, að