Úrval - 01.05.1962, Side 96
104
ÚRVAL
— Ég er frá Breiðavaði, anzar
drengurinn.
— E'r það næsti bær við helvíti?
spyr búðarmaðurinn.
—• Nei, Seyðisfjörður er á milli,
anzar drengur.
— Bóndi að austan.
SAMI bóndi flutti búferlum í
sveitinni. Fór sumt af vinnufólki
hans með honum til hins nýja
staðar, en sumt varð eftir til þjón-
ustu við aðflutta bóndann.
Þegar kveðjur fóru fram á
hlaðinu á dalajörðinni, þar sem
hinn ríki bóndi hafði svo lengi
búið, tók hann upp lambsmagál,
rýran og rytjulegan, brá mathnif
sínum á hann og stakk sneið að
vel metnum vinnumanni sinum,
sem hafði strax orð á rausnarskap
húsbónda síns.
Bónda þótti lofið gott og mælti:
— Og hér skal hann allur upp
ganga.
Skipti hann síðan magálnum á
milli allra viðstaddra, sem voru á
milli 20 og 30 manns. En mælt
var, að þunnar hefðu sneiðarnar
verið, sem þeir síðustu fengu.
— J. Ó. S.
EINU SINNI voru menn að
vaska fisk hjá Karvel í Ytri-Njarð-
víkum. Karvel tók eftir því að
einn maðurinn vaskaði ekki vel,
horfði á hann um stund og segir
síðan með sinni alkunnu blíðu:
— Ja, væni minn, þú verður að
vaska betur.
Þá segir maðurinn:
— Ég skal segja þér það Karvel,
að þú getur sjálfum þér um kennt.
—• Hvernig má það vera, væni
minn.
— Það get ég sagt Þér, að þú
borgar þetta of lítið. Ég verð að
vera ákveðinn tíma með hvern
fisk, og Þegar hann er búinn verð
ég að láta hann fara í Því ástandi
sem hanr. er. Þú sérð það alveg
eins og ég.
Karvel brosti og fór.
•— Faxi.
ÞEGAR Sveinn Björnsson var
forseti Islands heimsótti hann
Keflavík eins og fleiri aðra staði
á landinu. Mikill viðbúnaður var
hafður fyrir heimsóknina, bærinn
allur hreinsaður hátt og lágt og
margir draslhauganna, sem fengið
höfðu að vera í friði og ró voru
nú umsvifalaust fjarlægðir. Þá-
verandi yfirvald bæjarins átti þá
leið fram hjá húsi einu daginn
áður, þar sem allmikill draslhaugur
var fyrir utan. Svo vel vildi til
að eigandinn var skammt frá, svo
að yfirvaldið snýr sér að honum
og segir:
—■ Vitið þér, að forsetinn kem-
ur hingað á morgun?
— Heyrt hef ég Það, svaraði
eigandinn.
— Það þarf að hirða þetta drasl,
sagði yfirvaldið og bendir á haug-
inn.
—• Jamm, og ætlar hann að gera
það? spurði þá eigandinn.
■— Faxi.