Úrval - 01.05.1962, Page 97
UT?
I
Nýjar kenningar um gerð
og eðli jarðarinnar.
Eftir B. J. Berrill.
gQdJlflflflilM FYRSTA skeiði jarð-
í |j= fræðivísindanna var
ij^hörð rimma milli
jl^þeirra, sem litu á
SflJíJlíiJUUÍlfe söSu jarðarinnar sem
röð einstakra ofsalegra náttúru-
hamfara, og hinna, sem álitu lög-
un og ásigkomulag jarðaryfir-
borðsins vera afleiðingu afla,
sem væru stöðugt að verki óaflát-
anlega fyrir aiugum okkar og
hefðu haft geysileg áhrif vegna
þess óratíma, sem þau hefðu ver-
ið að verki.
Augsýnilega var svo mikill
sannleikur fólginn í kenningu
hinna síðarnefndu manna, en aft-
ur á móti misskilningur í skoðun
hinna fyrrnefndu, að það virtist
eðlilegt að hallast að skoðuninni
um stöðuga, hægfara breytingu.
En sú rósemi hugans, sem síð-
ari skoðunin mun fremur hafa
í för með sér en sú fyrri, hefur
nú raskazt, því að jörðin er nú
grunuð um mjög slæma hegðun,
ef miða skal við það orð, sem
fór af siðprýði hennar á 19. öld.
Nú heyrum við um reikandi
heimsskaut og fleiri breytingar.
Jarðfræðingar af gamla skól-
anum halda fast við þá skoðun,
að jörðin sé enn að dragast sam-
an og kasti upp heilum fjalls-
hryggjum, líkt og hrukkur bæt-
ast við á gömlu andliti. Aðrir
Úr The Atlantic, stytt. —
105