Úrval - 01.05.1962, Síða 101
ER JÖRÐIN AÐ ÞENJAST ÚT?
109
Hringrás loftstraumanna í gufu-
hvolfi jarðarinnar hefur veriS
nokkuð stöSug í heild, staSvindar
hafa stöSugt blásiS í átt til mið-
baugs úr norðaustri og suðaustri,
likt og þeir gera núna.
Stöðugir vindar, svo sem stað-
vindarnir, blása sandinum í hóla
á strand- og eyðimerkursvæðum.
Sandhólar þessir taka á sig þann-
ig lögun, að það myndast löng,
afliðandi brekka á móti vindin-
um og mjög brött brekka i skjóli
við sandhólinn, og þessir hólar
geta haldiS lögun þessari, þegar
þeir verða að sandsteini.
Hægt er að áætla stefnu vinda
á fyrri tímabilum með því aS
rannsaka lagskiptingu og stefnu
slíks gamals sandsteins. Þannig
hefur til dæmis verið ákveðin
stefna vinda þeirra, sem áður
riktu á ströndum eyja, er eitt
sinn lágu í höfum, sem nú eru
horfin og orðin að þurrlendi, eins
og ti! dæmis í Wisconsinfylki í
Bandaríkjunum. ÞaS kann að
vera, að slíkt gefi aðeins óljósa
hugmynd um þetta atriði, en
samt bendir það einnig til fyrra
norðurheimsskauts í miðju
Kyrráhafi fyrir norSan núver-
andi miðbaug.
Fornsegulmagn:
Áhugi sá á tilgátunni um reik-
andi heimsskaut og meginlönd á
hreyfingu, sem nýlega hefur
endurvaknað, er árangur af al-
gerlega nýjum sönnunargögnum,
sem staðfesta ályktanir viðvíkj-
andi breyttum veðurfarsbeltum
miðað við núverandi snúnings-
möndul.
Er þar um að ræða uppgötvun
fornsegulmagns, en þar er átt
viS, aS berg, sem hefur segul-
magnazt af segulsvæði jarðarinn-
ar fyrir löngu, heldur þvi segul-
magni von úr viti.
Þegar heit, bráðin hraunleðja
streymir úr eldfjalli upp á yfir
borð jarðar, segulmagnast járn-
steinsagnirnar í leðjunni i sam-
ræmi við segulstefnuna á staðn-
um. Eftir að hraunleðjan kólnar,
getur segulsvæði jarðarinnar ekki
lengur haft áhrif á agnir þessar,
og verður segulmagnið í járn-
steinsögnunum i berginu „stein-
runniS“.
Á vissum svæðum jarSarinnar
hafa hraunstraumarnir hlaðið
upp hundruðum jarðlaga og
þannig séð fyrir nokkurs konar
dagatali segulsögu jarðarinnar.
Hinir steinrunnu seglar endur-
spegla segulsvæði jarðarinnar á
tímabili því, er þeir kólnuðu á,
og i samræmi við þetta gefa þeir
til kynna legu segulskautanna á
því sama tímabili.
Sérhver áttavitanál, sem hefur
óhindraða hreyfimöguleika,