Úrval - 01.05.1962, Page 102
110
UR VAL
hvort sem það er verksmiðjuunn-
in nál í venjulegum áttavita eSa
járnsteinsögn í gosbergi. gefur til
kynna bæSi stefnu og halla. Hún
bendir í átt til segulskauta á yf-
irborSi jarðar, hvar sem átta-
vitinn kann að vera, en hún hall-
ast mismunandi mikið niður á
við eftir breiddarstigi ]iví, sem
hún er stödd á.
Við miðbaug liggur segulmögn-
uð áttavitanál eða járnsteinsögn
í bergi lárétt miðað við yfirborð
jarðar. ViS segnlskautin vísar
annar endi hennar beint niður
i átt til jarðarmiðju, ef nálin
hefur óskerta hreyfiinöguleika.
Á svæðinu milli skautanna og
miðbaugs er gráðutal hallans
örugg vísbending um hið raun-
verulega breiddarstig.
Segulmagnaðar járnsteinsagn-
ir í bergi halda jafnt upphaflegri
hallagráðu og upphaflegri stefnu.
Þær skýra ekki aðeins frá fvrri
hlutfallslegri stöðu skautanna, en
einnig breiddarstigi því, sem
bergið var statt á, begar ]iað
myndaðist úr kólnandi leðju.
England nær miðbaug.
ÞaS er athyglisvert, að hinar
segulmögnuðu járnsteinsagnir í
hinum ýmsu hraunstraumum,
sem runnið hafa yfir ísland allt
frá Miocene-tímabilinu fyrir um
20 milljónum ára, sýna ekkert
frávik sem neinu nemur frá nú-
verandi afstöðu og stöðu segul-
skauta og landfræðilegra heims-
skauta.
En greinileg frávik frá nú-
verandi aðstæðum verða augljós,
þegar upplýsingar um segulmagn
eldri jarðsögutímabila eru at-
hugaðar, en þær upplýsingar
veita steinrunnar, segulmagnað-
ar járnsteinsagnir í bergi. Slíkar
upplýsingar, sem fengizt hafa við
athugun um 200 milljón ára gam-
als bergs í Englandi, gefa til
kynna, að England hafi verið
tiltölulega miklu nær miðbaug
þess tíma og að það hafi einnig
snúizt töluvert miðað við núver-
andi jarSmönduk
Upplýsingar frá Indlandi gefa
til kynna, aS Indland hafi líka
veriS miklu sunnar en þaS er nú,
svo sunnarlega, að það var þakið
miklum ís á þeim tíma, þcgar
engin há fjöll voru til á jörðinni,
og það hafi einnig snúizt á þeim
tíma miðað við núverandi mönd-
ul. —
Slíkar upplýsingar, sem stein-
runnar segulmagnaðar járn-
steinsagnir í bergi hafa veitt,
hafa nú stöðugt verið að safnast
fyrir vegna rannsókna í Ameríku,
Evrópu og Asíu, þar sem rann-
sakað hefur verið berg frá hinum
ýmsu jarSsögutímabilum, allt aft-