Úrval - 01.05.1962, Side 105
ER JÖRÐIN AÐ ÞENJAST ÚT?
113
framkvæmdar hafa verið á und-
anförnum árum.
Samkvæmt þeim hefur fundizt
fjallshryggur neðansjávar, sem
teygir sig 64000 km leið eftir
botnum allra úthafa og þekur
næstum jafnmikinn hluta hafs-
botnanna og allt þurrlendi jarð-
arinnar er samanlagt, að stærð.
Þessi fjallshryggur er klofinn,
að þvi er virðist að endilöngu,
og myndast þar djúp gjá eða
sprunga, sem er upphafsstaður
flestra þeirra jarðskjálfta, sem
á hafsbotni hefjast.
Yfirleitt liggur botn þessarar
sprungu, þessa neðansjávardals,
6000 fetum lægra en fjallshrygg-
irnir sitt hvorum megin.
Þær upplýsingar, sem fengizt
hafa, virðast sýna, að hér er
ekki um fellingafjöll að ræða,
líkt og á landi eru, heldur hafa
fjallgarðar þessir hlaðizt upp af
hraunstraumum, sem vella stöð-
ugt upp um sprunguna.
Augsýnilega nær sprunga þessi
alveg í gegnum jarðskorpuna, og
nær hún einu og hálfu sinni
kringum jörðina. Þegar skýra
skal eðli og sögu jarðarinnar,
verður að reikna með sprungu
þessari sem einu af aðalatriðun-
um, hliðstæðu meginlandanna og
úthafanna sjálfra.
Kjarni jarðarinnar er að stækka.
Augsýnilega er eitthvað að
gerast undir jarðskorpu úthafs-
botnsins, eitthvað stórkostlegt,
sem yfirskyggir algerlega nátt-
úrufyrirbæri þau, sem eiga sér
stað á þurrlendinu.
Ein skoðun er sú, að straumar
í seigfljótandi undirlaginu stígi
upp að jarðskorpunni rétt fyrir
neðan miðúthafsfjallgarðinn og
þrýsti efni upp i gegnum sprung-
una og breikki hana. Sama hreyf-
ing kynni að bæta efni við neðra
borð meginíanda, þjappa þeim
saman lárétt og mynda þannig
fellingafjöll á þeim.
Þeir, sem bera þessa skýringu
fram, láta sig engu skipta sönn-
unargögn þau, sem hinar stein-
runnu segulmögnuðn járnsteins-
agnir virðast fela í sér. En taki
maður þau sönnunargögn einnig
gild, tekur að skapast með okkur
ný og furðuleg mynd jarðar í
þróun.
Menn hafa átt érfitt með að
sætta sig að fullu við kenninguna
um hreyfingu meginlanda í henn-
ar upprunalegu mynd, þ. e. kenn-
inguna um meginlönd, sem ýtist
eftir basaltbotni úthafanna, likt
og þau séu að plægja hann, án
þess að valda nokkurri umtals-
verðri breytingu á botninum.
Menn hafa átt erfitt með að i-
mynda sér ógnarmagn slíkra afla,
og mönnum hefur fundizt ótrú-