Úrval - 01.05.1962, Page 121
Madagascar,
land
leyndardómanna
Dýrálíf og jurtagróður er sérstæður,
sagan sérstæð og fólkið segist hvorki
tilheyra Afríku eða Asíu. Nú er
Madagascar sjálfstætt og efnilegt ríki.
Eftir Gordon Gaskill.
ADAGASCAR, fjórSa
_ K stærsta eyja heims-
jYl^ 1= ins, (næst á eítir
Grænlandi, Nýju Gui-
MlíUlMÍIt neu og Borneo), eitt
sérkennilegasta land heimsins, er
ekki í sínu rétta hafi. Þótt eyjan
sé i Indlandshafi rétt úti fyrir
strönd Afrfku, á hún IltiS sameig-
inlegt með Afriku eða Indlandi.
Menning hennar, tungumál og
þjóð á að mestu leyti allt rætur
sínar að rekja til malaiskra og
indónesiskra landa við útjaðar
Kyrrahafsins.
Hún er 1000 mílur á lengd, allt
að 360 mílur á breidd, þ. e. örlitið
minni en Texas, og var þar til
alveg nýlega glitrandi ráðgáta,
fjarlæg og lokkandi, sambland
Shangri-La og E1 Dorado, griða-
og sælustaður. Nú er hún loks
að rjúfa sína leyndardómsfullu
einangrun að nokkru. Við komu
þrýstiloftsflugvélanna er nú að-
eins orðið 16 klukkustunda flug
þangað frá París. En hún er enn-
þá eyja ráðgátanna.
Malagasyar, íbúar Madagascar,
ættu í rauninni samkvæmt venju-
tJr Reader's Digest. —
129