Úrval - 01.05.1962, Side 125
MADAGASCAR
133
um hæðum um 4700 fetum fyrir
ofan sjávarmál. Borgin er um-
vafin purpurarauðum jacaranda-
trjám og rauðum bougainvilla-
eum.
Efst á hæstu hæðinni í Tanana-
rive er Drottningarhöllin, sem
byggð var árið 1830. Henni er
aöallega haldið uppi af risavöxn-
um, geysibreiðum trjábol, sem er
128 fet á hæð og margir metrar
i ummál. Úr höllinni er útsýni,
sem einkennist af ójarðneskri
fegurð, hvert sem litið er, yfir
blómskrýdda borgina og glitrandi
hrísakrana allt til blárra hæða
í fjarska.
Madagascar gæti átt glæsilega
framtíð fyrir sér. Bandarískur
hagfræðingur, sem hefur eytt 15
árum við rannsókn heillar tylftar
nýrra ríkja, sagði við mig: „Segja
má, að Madagascar búi yfir næst-
um öllum auðæfum, sem guð get-
ur veitt einu landi, að undanskil-
inni olíunni.“
Þar er nóg landrými, og sumt
af því er mjög frjósamt. Ýmis
auðæfi finnast í jörðu, svo sem
grafit, en af því á Madagascar
mest allra landa heims að undan-
teknu Ceylon, og mica, sem er
rujög góð kristalstegund, sem er
mjög þýðingarmikil fyrir raf-
eindaiönaö. Þar finnast einnig
ýmsir málmar, sem eru þýðingar-
mildir fyrir flugskeyta- og kjarn-
orkuframleiðslu, svo sem berylli-
um, thorium, tantalum og columb-
ium. Þar er gnægð af uranium,
einnig krómi og nikkel, járn-
steini og kolum, en málmar þess-
ir hafa verið mjög lítið nýttir
þar.
Samt er næstum enginn iðn-
aður á eynni. Nýlendustefna
Frakka miðaði ekki að fjárhags-
legu sjálfstæði. Og fleira hefur
tafið framfarir, t. d. sú staðrcynd,
að Malagasyarnir halda mikið
upp á Zebúuxann. Þetta er kýr
af Brahmakyni með risavaxin,
útstæð horn og fituklump á háls-
inum. Það eru fleiri Zebúuxar á
Madagascar en ibúarnir eru sam-
tals, þ. e. um 8 milljónir uxa
samtals. Þessar risastóru hjarðir
uxanna eru hvorki étnar né
mjólkaðar svo að heitið geti. Það
er ekki svo að skilja, að íbúarnir
hafi tekið ástfóstri við uxana af
trúarlegum ástæðum eins og í
Indlandi. Uxarnir eru aöeins
tákn um þjóðfélagslega stöðu
hvers og eins. Því fleiri Zebú-
uxa sem Malagasy-maður hefur,
þeim mun meiri mann álítur
hann sjálfan sig vera. Það þýðir
ekkert fyrir Vesturlandabúa að
benda á hjörð slíkra dýra og
spyrja: „En hvaða gagn er að
þeim?“ Malagasybúinn lítur bara
á vinstri hönd eiginkonu Vestur-
landabúans og segir rólega: „AS