Úrval - 01.05.1962, Side 138
146
ÞETTA eru skrýtlur úr Þjóövina-
félagsalmanakinu 1885:
Föðursystirin: María litla, þú
verður ljót, þegar þú ert orðin
stór, ef þú skælir þig svona.
María: So, grettir þú þig, þeg-
ar þú varst lítil.
•-----•
Afinn: Litla dótturdóttir mín,
hvað gerðir þú við brúðuna, sem
þér var gefin á jólanóttina?
Barnið: Ég ætla að geyma hana
í stokknum mínum, þangað til ég
er orðin stór, handa börnunum
mínum.
Afinn: En ef þú eignast ekkert
barn?
Barnið: Þá getur hún gengið
í arf til barnabarnanna minna.
Karl á banasænginni segir við
konu sína, sem situr við rúmið
hans: Mér finnst, gæzkan mín,
þrautirnar heldur minni í dag.
Reyndu að sjóða handa mér einn
hænuunga.
Ó, heillin mín, við eigum svo
ÚR VAL
fáa, ég má varla eyða honum frá
erfidrykkjunni.
------•
Eitt sinn var verið að draga
seðla um húsdýr á tombólu. Var
þá hrópað upp með: „Nr. 13 feitt
svín“. Þá gellur við feit og digur
slátrarakona mjög glöð: „Það er
ég“.
■-----•
Frúin: Þetta er áreiðanlega
versta málverkið á sýningunni.
Málarinn: Það er sorglegur vitn-
isburður fyrir mig, kæra frú.
Frúin: Ó látið þér yður ekki
falla illa minn dóm, því að ég hef
ekkert vit á málverkum! Ég segi
bara það, sem ég heyri aðra segja.
A: Það er sagt, að ráðskonan
þín steli frá þér, og samt ætlar
þú að kvænast henni.
B: Já, það er einmitt léttasti
mátinn til að ná í peningana mína
aftur.
Móðirin segir við litlu dóttur
sína: Nú eignast Þú bráðum ofur-
lítinn bróður til að leika þér við.
Barnið: Ó, það verður gaman.
Veit hann pabbi það?
Bóndinn: Hafið þér frétt, að
hann bróðir minn er dauður?
Presturinn: Já, nú er hann kom-