Úrval - 01.05.1962, Page 151
SÍÐASTI STEINALDA RMAÐIJIiINN 159
***** SHI, síðasti stein-
íp aldarmaðurinn sem
ij), vita'ð er um í NorSur-
^ Ameriku, reikaSi inn
I
*
*
*
*
***** i þennan heim okkar
snemma morguns, þann 29. ágúst,
áriS 1911. Sá atburSur gerSist í
sláturhúsi nokkru uppi í fjöllun-
um i Norður-Kaliforniu. Hund-
arnir geltu og slátrairarnir
brugðu blundi. Þegar þeir höfðu
athugað hvað eiginlega væri um
að vera, brá e-inn af þeim sér í
símann og skýrði lögreglustjór-
anum frá því, aS þeir hefðu fund-
ið svo til allsnakinn villimann í
einu horni í fjárréttinni.
J. B. Webber lögreglustjóri
kom brátt á vettvang með vopn-
aða menn sér til aðstoðar, en
villimaðurinn lét taka sig hönd-
um mótþróalaust. Webber sá að
þetta var Indíáni, grindhoraður
og bersýnilega aðframkominn af
hungri, þreytu og hræðslu. Enda
þótt tortryggni brygði fyrir í
svörtum augum hans, tók hann
því með ró, þegar handjárn voru
sett á hann. AS þvi búnu ók lög-
reglustjórinn með hann til Oro-
ville og lokaði hann þar inni i
fangahúsinu — því hann hafði
ekki hugmynd um hvað hann átti
við hann aS gera.
Hvorki vildi fanginn matast né
drekka, varSist meira að segja
svefni eftir mætti. Lögreglustjór-
inn vildi að sjálfsögðu eitthvað
nánar um hann vita, og fékk þvi
Indíána, sem búsettir voru i ná-
grenninu, til að tala við hann
á þedm málum og mállýzkum,
sem þeir kunnu, en það varð ekki
á honum heyrt eSa séð, að hann
skildi aukatekið orð af því, sem
þeir sögðu.
Sagan af þessum kynlega villi-
manni barst víða og margir
gerðust til að koma í fangahúsið
til að sjá hann. Blaðamennirnir
sigldu svo í kjölfar þeirra og
fréttirnir af „villimanninum i
Oroville“ birtust undir feitletr-
uðum fyrirsögnum í dagblöðun-
um um gervöll Bandarikin. Og
til allrar hamingju voru tveir
ungir mannfræðingar við Kali-
forníuháskólann meðal þeirra,
sem fréttina lásu.
Prófessorarnir Alfred Kroeber
og T. T. Waterman höfðu einmitt
báðir mikinri áhuga á að kynna
sér allt, sem viðkom Indíánum
í Kaliforníu. Þeir höfðu skráð
mállýzkur þeirra og safnað með-
al þeirra ýmsum fornum munum
fyrir væntanlegt mannfræðisafn
háskólans. Þegar þeir lásu frétt-
irnar af þessum einkennilega
Indiána, gátu þeir sér þegar til
um uppruna hans. Yana-Indián-
arnir höfðu endur fyrir löngu
átt heima i fjalllendinu norður
af Oroville; veitt hvítum mönn-