Úrval - 01.05.1962, Síða 152
160
ÚR VAL
um harða mótspyrnu og fjand-
slcap og ]>ví fariS ört fækkandi.
Það var því ekki ósennilegt, að
þessi villimaður væri af þeim
kynþætti, gat jafnvel hugsazt að
hann væri af þeirri kynkvíslinni,
sem syðst hafði biiið, Yahi-Indí
ánunum, sem yfirleitt voru nú
taldir útdauðir.
Úr heimi steinaldar.
Þegar Waterman prófessor
hafði gengið vir skugga um það
með símtali við lögreglustjórann
í Oroville að blaðafréttirnar
væru að miklu leyti sannar, tók
hann sér ferð á hendur þangað.
Hann gekk inn í klefann til
Indíánans, sem virtist þá mjög
þreyttur orðinn á slíkum heim-
sólcnum. Hann var meðalmaður
á hæð, ef til vill eilítið ljósari
á hörund en Indíánar yfirleitt,
augun voru björt og vingjarnleg,
munnsvipurinn þægilegur. Hann
bar slátrarasvuntu eina fata, og
hafði einhver gefið honum hana
í sláturhúsinu, þar sem hann
fannst.
Þegar þeir voru tveir einir
orðnir, tók Waterman prófessor
sér sæti hjá honum. Hann hafði
meðferðis lista yfir þau orð, sem
tekizt hafði að bjarga og skrá-
setja lir mállýzkum Norður- og
Mið-Yanakynþáttarins, sem nú
máttu kallast týndar. Aftur á móti
vissi prófessorinn ekki eitt ein-
asta orð í tungu syðstu kynkvísl-
arinnar — Yahianna.
Prófessor Waterman las Indí-
ánanum nú hægt og rólega orðin
af listanum; bar þau fram eins
skýrt og honum var unnt, en
Indíáninn virtist ekkert skilja.
Loks nefndi Waterman orðið
„siwini“, sem þýðir gulfura, og
um leið klappaði hann á rekkju-
stokkinn í klefanum. Þá sýndi
svipurinn á andliti Indiánans, að
hann var að ranka við sér. Wat-
erman nefndi töfraorðið aftur og
klappaði á rekkjustokkinn. Indí-
áninn hafði það eftir honum, en
leiðrétti þó framburð hans um
leið og hann klappaði einnig á
rekkjustokkinn ■— og þarna sátu
þeir og endurtóku á víxl: siwini,
siwini, siwini ...
Þegar ísinn var þannig hrot-
inn komu fleiri orð á eftir, sem
þeir gátu skýrt að meiningu til
hvor fyrir öðrum. Ishi •— en und-
ir því nafni varð Indíáni þessi
brátt alkunnur — var í rauninni
Yahi. Mál hans var að mörgu
leyti frábrugðið mállýzkum
Yanakynþáttanna tveggja. Smám
saman tókst þeim, Waterman
prófessor og honum, samt að
mynda samfelldar setningar vir
orðum, sem báðir höfðu komizt
að hvað þýddu. Og nú hvarf ótt-