Úrval - 01.05.1962, Page 176
184
ÚRVAL
Hann þekkti náttúruna, sem er
alltaf sönn. Hann var gæddur
þeirri skaphöfn, sem leið undir
lok með honum. Hann var göfug-
ur; hann var gæddur hugrekki og
sjálfstjórn og enda þótt alit hefði
verið frá honum tekið, fyrir-
fannst ekki nein beiskja í hjarta
hans. Hann var heimspekingur
með barnshjarta ...“
<•88
Hraðskreitt loftpúðaskip smíðað fyrir Bandaríkjaflota.
Hjá fyrirtækinu Bell Aerosystem i Buffalo í New Yorkfylki
er veriö að smíða 22ja smálesta loftpúðaskip fyrir Bandaríkja-
flota, og verður það stærsta skip sinnar tegundar í heiminum.
Verður það 18.6 metrar að lengd. Skipsskrokkurinn er úr alú-
míníum, átta metra breiður og 6.3 metra hár. Utan á honum
liggja láréttir fjórir stórir vængir, sem mynda orku til þess að
lyfta skipinu eilitið frá jörðu eða sjó. Knýinn, sem skipið gengur
fyrir mynda tveir hreyflar, sem eru í pípum á aftara þilfari.
Vængir og hreyflar eru knúðir af fjórum 1,080 hestafla gastúr-
binuvélum. Áætlað er, að hraði skipsins verði rúmlega 130 km.
á klst. Áhöfn þess verður þrír menn.
Geislavirkir ísótópar æ meir notaðir til lækninga.
Skýrslur herma, að í Bandaríkjunum séu geislavirkir ísótópar
nú notaðir til sjúkdómsgreininga og lækninga á rúmlega 500
þúsund sjúklingum ár hvert.
Algengast í þessum tilgangi er Kóbalt 60, sem notað er við
illkynjuð æxli. Það gefur frá sér svipaða geisla og radíum, en
er 40 sinnum kraftmeira. Auk þess er verð þess kringum 1/300
hluti af verði radíums.
Nýrra á nálinni er geislavirkt sesíum. Geislavirkni þess varir
sex sinnum lengur en geislavirkni kóbaltsins, og verðið er helm-
ingi lægra.