Ný félagsrit - 01.01.1847, Side 167
IV.
UM VERZLUNARFELÖG.
ftleðal annars, pess er mætti styrkja til að búa oss undir
almcnnt verzlunarirelsi, var slúngið uppá f>ví í ritgjörðinni „um
verzlun á íslandi”, að ttheilar sveitir eða héruð taki sig saman fil
vcrzlunar, og kjúsi menn til að standa fyrir kaupum af allra
hendi fyrir sanngjarnlega |>úknun” (Fél. r. III, 127.) Oss hefir
vcrið send skýrsla um, að eitt slíkt félag hafi verið stofnað í
Suður - píngeyjar sýslu, og hafi J>egar orðið að gúðum notum ;
pykir oss skylt að halda svo gagnlegu fyritæki á lopt, og vér
vonum, að mörgum muni koma vel að sjá, hversu félag petta
hagar fundum sínum og lögum; vonum vér og, að J>að megi
verða öðrum til hugvekjti og vísbendíngar, j>ú ymsu kunni að
þurfa að haga öðruvísi í öðrum héruðum. pað væri oss einkar
kært að fá skýrslur um sérhvern félagskap til nytsamra fram-
kvæmda, sem lýsti J>ví, að vér vöknum smámsaman úr dauða-
dái margra alda, til pjúðlífs og pjúðdugnaðar, og munum vér
kappkosta að auglýsa slík fyritæki i riti voru, að svo miklu leiti
sem rúmið leyfir. Yér höfum hcyrt, að félag sé nýstofnað á Alpta-
nesi, einkum til að vanda vöruverkun, og cr |>að harðla nauðsyn-
legt, að hugsað væri um slikt víðar, pareð kvartanir hafa heyrzt
um lángan tíma yfir illri meðferð á öllum íslenzkum varníngi, og
meðal annars má sjá hér í ritinu, hversu ill meðferð á fiskinum
er komin fram úr öllu lagi; en allur skaði, sem lciðir af illri
verkun vörunnar, lendir að síðustu á landinu, og öllum landslýð,
bæði saklausum og sekum, og verður harðla torvelt að hæta úr
I»vi tjúni, ef mcnn leiðrétta sig ckki sjálfir i tima.