Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 6
2
mæri annars þjóðfélags. Þeir eru „gestir“ þar, en gestur er
upphaflega sama sem „óvinur“. Sigurvegarinn leggur liið
sigraða þjóðfélag undir sig og hneppir meðlimi þess i þræl-
dóm. Rán og hernaður er hannaður innan livers einstaks
þjóðfélags, en er frjáls gegn öðrum þjóðfélögum og þegnuln
þeirra. Milliþjóðaréttur er enginn til. Með slikri skipun eru
landvinningastyrjaldir tíðar. Sterkara þjóðfélagið leggur liitt
undir sig, og' þannig skapast smámsaman mikil og víðlend
ríki. Dæmi þessa eru ríki Persa, ríki Alexanders mikla, riki
Rómverja, og liér á Norðurlöndum riki Haralds liárfagra í
Noregi. Styrjaldir til beinna landvinninga hafa lengstum
verið taldar réttmætar. Og' jafnan liefur át}Tlla til árásar á
nágrannann verið auðfundin til þess að réttlæta uppliaf styrj-
aldar. En að styrjaldarlokum hefur vald og máttur sigur-
vegarans ráðið kostum. I raun og veru hefur þessu verið
þannig varið fram á síðustu öld, og reyndar er það ef til vill
svo enn, að minnsta kosti sumstaðar á hnettinum. Og' þó að
tilgangurinn liafi ekki verið beinlínis að vinna lönd, þá hefur
átyllan til styrjaldarinnar einatt verið fljótfundin: Hefnd
fyrir verulega eða ímyndaða móðgun, til þess að knýja and-
stæðinginn til þess að fullnægja verulegri eða ímyndaðri
skyldu, keppni um verzlun eða aðra hugsmuni. Svo hefur það
verið og svo virðist það vera enn.
III. Þótt svo liafi verið og svo sé að nokkru leyti enn, sem
sagt hefur verið, hafa þjóðfélög að fornu og nýju auðvitað
ekki getað komizt hjá því, að hafa annarskonar skipti en
þau, er nefnd voru. Eftir þvi, sem þróunin eykst, verður eitt
að ýmsu upp á annað komið. Nauðsyn og ávinningslöngun
kemur nú til sögunnar. Einstaklingar úr einu þjóðfélagi taka
að verzla við einstaklinga úr öðrum. Þó að slíku væri samfara
margskonar háski, bæði af völdum manna og' náttúrunnar,
þá létu menn þetta ekki aftra sér frá að hefja verzlunar-
rekstur við menn annara þjóðfélaga. Forráðamenn þjóðfé-
laganna gera og stundum vináttusamninga sín á milli og sam-
band til varnar móti óvinum. Slík sambönd gátu vitanlega
sérstaklega orðið milli skyldra þjóðfélaga. Gott dæmi þessa
er sambandið milli grísku borgríkjanna, Amfvktyonska sam-
handið. Þau voru 12 í sambandi þessu, sem uppliaflega
var trúrækilegt, en verður siðar pólitiskt, varnarsamband
gegn erlendum árásum. Og auk þess skyldi það jafna ágrein-
ing milli einstakra meðlima sinna. Rómverjar gerðu marga
nágranna sína og fleiri að bandamönnum sínum (socii) o. s.