Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 178
174
sm. Ráðið á því, samkvæmt 1. mgr. 17. gr. sm., að bjóða þeim
að undirgangast meðferð þess á málinu samkvæmt 15. gr.
sm. Ef báðir aðiljar eða allir taka þessu boði, þá fer um það,
eins og' segir í a) að framan. En ef annar (eða einhver) tek-
ur því, en hinn (eða hinir) ekki, þá getur ráðið ekki farið
með málið eftir 15. gr. En ef sá (eða þeir), sem ekki hafa
tekið boðinu, grípur til vopna gegn hinum, þá kemur það
tilvik ekki lieldur heinlínis undir 3. mgr. 17. gr. sm., en
talsmál getur orðið um að beita henni analogice, eins og í
samsvarandi tilviki í a). En ef sá (eða þeir), sem boðinu tók,
liefur styrjöld gegn hinum, þá getur 11. gr. komið til álita.
Sama er, ef hvorugur (eða enginn) tekur hoðinu, og siðan
liefst styrjöld milli þeirra.
23. gr.
Afskipti Þjóðabandalagsins af milliríkjasamningum.
I. Þessi afskipti lielgast af því, að fyrr og síðar hafa verið
gerðir margskonar samningar milli ríkja, sem skipt liafa
máli um milliríkjafrið og lialdið hefur verið leyndum. Þeir
hafa ef til vill fvrst orðið fullkunnir eftir að komið var út í
ófrið. Orðrómur kann að liafa af þeim gengið, og þá einatt
ýkt eða rangt frá skýrt um efni þeirra að öðru leyti. Á tím-
um styrjaldarinnar milclu ruddi sú hugsun sér mjög til rúms,
að allt leynimakk milli ríkisstjórna ætti að hverfa úr sög-
unni, og' að alla milliríkjasamninga skyldi birta. Höfuðtals-
maður þessara hugmynda á friðarfundinum 1919 var Wil-
son Bandaríkjaforseti, enda á hann ekki lítinn þátt í 18.—21.
gr. samningsins.
Afskiptum Þjóðahandalagsins eftir 18.—21. gr. sm. má
skipta í þrjá flokka: Skrásetningu og birtingu, endurskoðun
og afnám samninga.
II. Um skrásetning og birting mitliríkjasamninga segir svo
í 18. gr. sm., að sérlwern samning eða milliríkjaskuldbind-
ingu, er hér eftir er gerð af einhverjum félaga Þjóðabanda-
lagsins, skuli þegar í stað skrásetja á skrifstofu þess og birta
svo fljótt sem unnt sé, og að enginn slíkur samningur eða
skutdbinding skuli vera bindandi þar til skrásetning liafi
farið fram.
1. Eftir orðum 18. gr. á að skrásetja alla milliríkjasamn-
inga og milliríkjaskuldbindingar, hverju nafni sem nefnast.
Undantekning' er þó gerð um samninga gerða áður en sátt-