Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 74
70
ef sérstaklega stendur á. Sbr. hér við 1. mgr. 11. gr. sált-
málans.
III. 1. Þáverandi forseti ráðsins setur þingið og stýrir fundi,
þar til forseti þess liefur verið kjörinn. Auk forseta eru kosn-
ir sex varaforsetar. Forseti stýrir fundum með venjulegum
liætti og' ákveður dagskrá næsta fundar. Ásamt varaforsetum
og formönnum liinna föstu nefnda skipar forseti skrifstofu
(hureau) þingsins. Framkvæmdarstjóri og skrifstofa handa-
lagsins skal og' vera þinginu til aðstoðar, sbr. 4. mgr. 6. gr.
sm. Skrifstofa handalagsins annast prentun og útbýtingu
skjala, þýðingar o. s. frv. Öll skjöl, er þingið hirtir, skal
senda stjórnnm hvers félaga.
2. Skrá yfir mál þau, sem til er ætlast, að verði tekin til
meðferðar á þinginu, skal framkvæmdarstjóri gera, og sam-
þykkir forseti ráðsins hana. Senda skal málaskrána, ef unnt
er, hverjum félaga bandalagsins 4 mánuðum fvrir þingsetn-
ingu. Mál þau, sem ávallt skal fyrir taka, eru þessi:
a) Skýrsla um störf ráðsins siðan síðasla þingi var slitið.
Ef ekki hefur verið liáð aukaþing, þá verður skýrsla þessi
fyrir heilt ár, en annars frá slitnm aukaþingsins.
b) Öll þau mál, er síðasta þing kann að hafa frestað og
lagt til næsta þings.
c) Mál, er ráðið kann að hafa lagt til þingsins, shr. t. d. 9.
mgr. 15. gr. sm.
d) Mál, er einhver félaga kann að liafa óskað, að fyrir yrðu
tekin á þinginu. Það er auðvitað undirskilið, að málið sé eitt
þeirra, er handalagið lætur sig varða. Að minnsta kosti má
það ekki vera þess eðlis, að útilokað sé, að þingið geti tekið
það fyrir eftir gildandi reglum um Þjóðabandalagið. Forseti
ráðsins verður að skera úr því.
e) Fjárhagsáætlun bandalagsins og' reikningar þess fjTrir
síðastliðið fjárhagsár.
Ennfremur getur liver félagi lagt það til mánuði fvrir
þingsetningu, að mál, sem ekki hefur verið tekið á skrá sam-
kvæmt framanskráðu, verði hætt á skrána, enda skal birta
skrá yfir þau mál með 3 vikna fyrirvara öllum félögunum,
og ákveður svo þingið, livort þau mál verði tekin til með-
ferðar. Ef sérstaklega stendur á, getur þingið einnig hætt
nýjum málum á skrá, en ekki mega þau koma til umræðu
fyrr en 4 dögum þar eftir, og ekki fyrr en nefndarálit um
þau er komið fram, nema þingið kveði öðru vísi á með %
lilutum atkvæða.