Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 102
98
III. Aðrir starfsmenn d skrifstofu Þjóðabandalagsins. 1.
Alls eru taldir um 600 starfsmeun á skrifstofu bandalagsins.
Um þá eru fyrirmæli í reglugerð f}rrir starfsmenn banda-
lagsins frá 1931. Skipun í stöður þessar hefur oft verið rædd,
bæði á fundum ráðs og þings. Það má víst telja nokkurn veg-
inn samkomulag um það, að i stöðurnar eigi ekki að skipa
með sérstöku tilliti til þjóðernis manna, að skipa eigi i þær
til nokknð langs tíma, að starfsmennirnir eigi að skoða sig
starfsmenn Þjóðabandalagsins, en ekki fulltrúa neins ákveð-
ins ríkis, að þeir eigi að geta gert sér fulla von um að hækka
i stöðunum, eftir því sem þær losna, og að svo sé við þá gert,
að þeir séu nokkurn veginn jafntryggir, eins og ef þeir væru
samsvarandi starfsmenn einhvers rikis. Við ráðningu starfs-
mannanna hefur framkvæmdarstjóri sér til aðstoðar nefnd
starfsmanna og aðra slíka nefnd til ráðagerða, er stofna skal
nýjar stöður, leggja niður stöður eða gera aðrar breytingar
á starfstilhögun. Skriflegur samningur er venjulega gerður
um ráðningar, og ráðning er venjnlega til ákveðins tíma, en
hún er svo að þeim tíma liðnum eftir atvikum framlengd.
Allir starfsmenn skrifstofunnar eiga að vinna skriflegt heit
um það að rækja starfann með þagmælsku, trúmennsku og
samvizkusemi. Það er berum orðum tekið fram, að þeir séu
„fonctionnaires internationaux“ og' megi ekki biðja um fvrir-
skipanir né taka við fyrirskipunum frá nokkurri ríkisstjórn
eða valdi utan bandalagsins, og að þeir lúti framkvæmdar-
stjóranum og beri gagnvart honum ábyrgð embættisgerða
sinna. Bannað er þeim að taka við nokkrum heiðurstitli eða
heiðursmerki, meðan þeir eru í þjónustu bandalagsins, nema
fyrir störf, er þeir hafa áður unnið en þeir koinu í liana. Það
er sérstaldega brýnt fyrir þeim að rækja samvizkusamlega
einkaskvldur sínar og að gæta vandlega laga og réttar þess
lands, sem þeir dveljast í. Einnig er þeim bannað að taka við
eða rækja nokkurt starf, sem að áliti framkvæmdarstjórans
er ósamrímanlegt stöðu þeirra, eða gefa sig fram til nokkurs
stjórnmálastarfs í landi sínu. Þeir eiga að gæta itrustu þag-
mælsku um allt, sem þeir komast að sem starfsmenn banda-
lagsins, enda mega þeir ekki birta rit um málefni þess né
halda fyrirlestra um þau eða gefa að öðru levti óbirtar upp-
lýsingar um þau, nema í embættisnafni eða samkvæmt leyfi
framkvæmdarstjóra. Þeim er og venjulega bannað að tala
eða rita opinberlega um þau stjórnmálefni, sem á dagskrá
eru liverju sinni.