Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 84
80
rej'iular ekki líklegt, að slíkt gæti komið fyrir. Meðlimir ráðs-
ins mundu einhverir greiða atkvæði á þinginu á móti tillögu,
sem færi í bága við gerðir ráðsins, og meðlimir ráðsins, sem
samþykkt liafa ákvörðun á þinginu, mundu greiða atkvæði
gegn gagnstæðri ályktun í ráðinu.
Skipulag Þjóðabandalagsins er einstakt í sinni röð. Það
hefur tvær hliðsettar stofnanir og engar reglur um takmörk
milli verkahrings hvorrar um sig, nema um að eins fá atriði.
Er auðsælt, að sambandið milli þings og ráðs líkist ekki sam-
bandinu milli tveggja deilda löggjafarþings nú á dögum, og
ekki heldur sambandinu milli löggjafarþinga og stjórna. Það
er ólíkt sambandi milli löggjafarþinga að þvi lej'ti, að ráð og
þing gerir livort um sig fullnaðarályktanir um mál, en þing-
mál verða venjulega að fara um báðar deildir þings til þess,
að fullnaðarálvktun þess fáist. Ráðið liefur allt aðra aðstöðu
gagnvart þingi bandalagsins en stjórnir hafa gagnvart lög-
gjafarþingum nú á tímum. Þing bandalagsins getur ekki svift
meðlimi ráðsins sæti sínu þar, aldrei þá, er föstu sætin skipa,
en hina að eins með nokkurskonar upplausn á kjöri þeirra,
líkt og þegar löggjafarþing er rofið nú á dögum (Sjá 12. gr.
II. 2, i. f.). Skipulagið er líkast því, ef tvö löggjafarþing væru
samtímis í sama ríki, er hefðu almennt jafnt vald til að fara
með sömu málin.
12. gr.
Ráð Þjóðabandalagsins.
I. Samkvæmt 2. gr. sáttmálans skal ráð (á ensku: council,
á frönsku conseil) fara með málefni Þjóðahandalagsins, auk
þingsins. Hugmyndin var einu sinni, að ráð þetta liefði á
hendi framkvæmdarvald bandalagsins (conseil exécutif), en
þessu var síðar snúið í það liorf, sem það nú er í. Ráðið er
meðal annars sett til að gera bandalagið starfhæfara en það
liefði orðið, ef æðsta vald þess liefði verið í liöndum sam-
komu félaganna allra. Hún varð ekki að jafnaði haldin oftar
en einu sinni á ári. Hún er þyngri í vöfunum og vinnur seinna
en ráðið, samkoma nokkurra fulltrúa félaganna. Ráðið má
kalla saman með skemmri fyrirvara en þingið, og ráðið er
lika miklu kostnaðarminna en þingið. En auk þess er ein á-
stæða í viðbót, se.m ef til vill liefur mestu um ráð:ð. Sáttmáli
bandalagsins var gerður á friðarþinginu í París 1019. Stór-
veldin fimm, Bretland, Frakkland, Bandaríkin, Ítalía og