Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 75
71
3. Þingið setur nefndir til að athuga málin og tekur þau
ekki til umræðu fyrr en nefndaráliti hefur verið útbýtt, nema
ákveðið verði öðruvísi með % atkvæða. Nefndir kjósa sér
formann og framsögumann og geta skipað undirnefndir. Um-
ræður nefnda og álit skal prenta til athugunar þingmönnum,
en þær verða ekki hirtar almenningi, nema nefnd samþykki.
Nefndarfundir fara fram fyrir lokuðum dyrum, nema nefnd
kveði öðruvísi á. Hver fulltrúi, framkvæmdarstjóri banda-
lagsins og forstjóri vinnumálaskrifstofunnar geta veitt nefnd
allar upplýsingar, er hún æskir, eða þeir telja gagnlegar.
Samkvæmt fastri venju eru skipaðar á hverju þingi þess-
ar fastar nefndir:
Fyrsta nefnd. Fær til meðferðar lagaleg efni og um skipu-
lag bandalagsins (questions juridiques et constitutionelles).
Til hennar koma t. d. frumvörp um hreytingar á sáttmálan-
um, umsóknir um inngöngu í bandalagið, skipulagsreglur um
þing, ráð og skrifstofu handalagsins.
Önnur nefnd. Hún athugar mál, er varða iðnfræðileg efni,
samgöngumál og samvinnu um andleg mál (questions tech-
niques et de coopération intellectuelle).
Þriðja nefnd. Hún fær til meðferðar herhúnaðarmál, af-
vopnunarmál og um niðurfærslu herkostnaðar (réduction
des armaments).
Fjórða nefnd. Hún fær til meðferðar fjárhagsáætlun
bandalagsins og reikninga (questions hudgetaires), svo og
ýms önnur mál, er varða innri stjórn bandalagsins. Ef aðrar
nefndir gera tillögur, er liafa í för með sér útgjöld fyrir
handalagið, þá skal vísa þeim til þessarar nefndar, áður en
þær koma til umræðu á þinginu. Sama er um aðrar álykt-
anir, er samskonar verkun liafa.
Fimmta nefnd. Til liennar er vísað ýmiskonar þjóðfélags-
málum (questions sociales et générales), svo sem málum um
vernd barna og unglinga, heilbrigðismálum, vinnumálum
o. s. frv.
Sjötta nefnd. Þessi nefnd fær til meðferðar pólitisk mál-
efni, mandötin, þrælahald o. s. frv. (questions politiques,
mandats, esclavage). Til þessarar nefndar er vísað deilu-
málum milli ríkja, en að einhverju leyti geta þau þó verið
fengin fvrstu nefnd til athugunar.
Föstu nefndirnar eru venjulega skipaðar sínum fulltrúa
frá hverjum félaga. Geta því nú flest verið 57 í hverri nefnd.
Hinar föstu nefndir þingsins athuga ekki aðeins tillögur