Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 141
137
1. Tekjur bandalagsins eru svo að segja eingöngu tillög
félaganna. í 5. mgr. 6. gr. sm. var upphaflega kveðið svo á,
að iiver aðili skyldi greiða til þess i því lilutfalli, er hann
greiddi titl Alþjóða-póstsambandsins. Tillög hvers aðilja til
þess eru ákveðin í einingum, 25 einingar hæst ogl eininglægst,
en aðiljum þar er skipt í 7 flokka. Fjárþörf póstsambandsins
nemur árlega að eins 100—200 þúsund gullfrönkum, svo að
tillög livers félags geta ekki orðið tilfinnanleg. En fjárþörf
Þjóðabandalagsins nam þegar í upphafi yfir 15 millj. gull-
franka. Miklar breytingar liöfðu orðið á högum sumra ríkja,
er í bandalagið gengu, frá því er tillög þeirra til póstsam-
bandsins liöfðu verið ákveðin, og allinargir aðiljar, sem i
póstsambandinu eru, höfðu ekki þegar og liafa ekki enn i
Þjóðabandalagið gengið. Gjaldeiningarnar til bandalagsins
hlutu því að verða allháar, og tillögin komu því allhart nið-
ur á sumum félaganna, en sumir sluppu lielzt til vel. Ein-
ingarnar urðu fyrsta sinnið 370, en þar af átti t. d. brezka rík-
ið allt að greiða 125 einingar, eða rúmlega þriðja hluta allra
tillaganna til Þjóðabandalagsins. Eftir þeirri skipun, sem síð-
ar komst á, greiðir Bretland nú og nýlendur þess 171 einingu
af 1012,5 einingum alls, eða nálægt % hluta af öllum tillögun-
um. Hinsvegar greiðir Frakkland nú 79 einingar, eða 79/
1012,5, en i fyrstu 25/370, eða lítið eitt meira en áður. Aust-
urríki greiddi til póstsambandsins 25 einingar — það var
stórveldi þá — og átti því að greiða til bandalagsins i fyrstu
25 einingar af 370, en nú geldur það 8/1012,5. Það er ljóst af
þessum dæmum, að bráðra breytinga þurfti á 5. mgr. 6. gr.
sm. En það reyndist erfitt að finna nokkurn réttlátan og not-
liæfan mælikvarða að fara eftir. Voru margar tilraunir gerð-
ar til að finna hann, en engin þeirra þótti liafa tekizt. Það
varð endirinn, að 5. mgr. 6. gr. var breytt þannig, að með-
limir Þjóðabandalagsins skglclu greiða til þess í þeim hlut-
föllum, er þingið ákveður. Þessi breyting gekk i gildi 1923,
og var fyrst farið eftir lienni við samþvkkt fjárhagsáætlun-
arinnar fyrir 1924. Þingið liefur þvi óbundnar hendur eftir
hinni nýju skipun. Og mun aðallega vera farið eftir áætlaðri
gjaldgetu hvers einstaks aðilja. Eins og áður getur, er sér-
stakri nefnd, niðurjöfnunarnefnd, falið að rannsaka og gera
tillögur um greiðslueiningar hvers aðilja, er þingið gengur
svo frá að lokum. Sú ákvörðun er vitanlega ekki óbreytanleg.
Akvarðanirnar verða endurskoðaðar, þegar efni þykja til, t.
d. vegna breytingar á högum aðilja. Þó að nýir félagar bæt-
18