Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 165
161
milli Japans og Kína. Stórveldi utan bandalagsins, eins og
Bandaríkin og Sovjet-Rússland, mundu ef til vill setja sig á
móti rannsókn. Þau liafa að minnsta kosti eigi félagsskyldu
gagnvart bandalaginu til að leyfa rannsókn hjá sér.
Að rannsókn lokinni kennir venjulega til að gera tillögur
um jöfnun ágreinings með friðsamlegu móti. Annaðhvort,
að aðiljar taki þegar ákveðnum tillögum ráðsins um jöfnun
deilunnar að efni til, eða að leggja Iiana í gerð, fyrir Haag-
dóminn eða að ráðið skeri og skapi milli þeirra o. s. frv.
Stundum getur líka komið til mála, að ráðið leiti álits Haag-
dómsins um einhver atriði áður en það gerir tillögur sínar.
Flestöll mál, sem komið Iiafa til ráðsins, liefur það getað
jafnað með einliverjum hætti, sem áður er getið, nema
japansk-kínversku deiluna, sem ekki Iiefur enn tekizt að
jafna.
h) Þegar engin yfirvofandi ófriðarhætta er á ferðiun, en
leidd er athvgli að einhverjum atriðum, sem kunna síðar að
verða friðinum hættuleg', þá gerist ekki þörf þeirra hráða-
liirgðaráðstafana, sem í a) greinir. Þá er eða þarf ekki lield-
ur neinn sérstakur ágreiningur að vera risinn milli ákveð-
inna aðilja. Ef t. d. tvö ríki gera samninga, sem hættulegir
kunna að vera friðinum, shr. 19. gr. sm., eða eittlivert ríki
eykur um lieimild fram herhúnað sinn, shr. 8. gr., eða gerir
fjárhagslegar ráðstafanir, er hættulegar kunna að reynast,
þá getur ráðið rannsakað málavöxtu og reynt til að fá að-
ilja til að koma málum í það liorf, sem ráðið telur liall-
kvæmt. En meðan engin deila er milli tiltekinna aðilja og
því enginn ófriður eða horfur á honum að sinni, getur ekki
komið til málamiðlunar milli tiltekinna aðilja. Dæmi þessa
er í 19. gr. sm. Þótt svo segi, að þingið geti boðið aðiljum
að laga samninga, sem Iiættulegir kunna að vera, er víst, að
umræða um slíkt gæti komið fyrir ráðið eftir 2. mgr. 11. gr.
eða samkvæml 4. mgr. 4. gr. sm. En þar væri ekki annað að
gera en að reyna að fá aðilja til að fella samninginn úr gildi.
Þótt félagi handalagsins geti einnig hent þingi bandalags-
ins á atriði, sem hættuleg kunna að vera friðinum sam-
kvæmt 2. mgr. 11. gr., hefur sú heimild ekki verið notuð.
Hin aðferðin hefur allt af verið höfð, að leita til ráðsins,
enda er hún miklu hentugri, því að hæði er ráðið fámennara
og þvi starfhæfara, og svo kennir það oftar saman, og getur
jafnvel komið saman með mjög stuttum fyrirvara, eins og
1925 til að taka til meðferðar grísk-húlgörsku deiluna.
21