Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 207
203
VI. Starfsemi i þágu andlegrar menningar og samvinnu
ú því sviði milli þjóða. Eins og segir í 14. gr. III. C. skipaði
ráð Þjóðabandalagsins 15 inanna nefnd til að fara með mál
um samvinnu milli þjóða á sviði andlegrar menningar.
Þjóðabandalagið laldi innan verkefnis síns að hlynna að
þessum málum, alveg eins og að þeim málum, sem varða lík-
amlega og efnalega afkomu þjóða. Nefndin hefur, beint eða
óbeint, tekið til meðferðar mjög margar liliðar á þessum mál-
um. Fyrst og fremst liafa fræðimenn og mennta í ýmsum
löndum fengið ýmiskonar lijálp í vandræðum þeim, er að
steðjuðu eftir styrjöldina, einkum vegna verðhruns gjaldmið-
ils í löndum þeirra, svo sem í Austurríki og Ungverjalandi.
Svo liefur nefndin gengizt fyrir sendingu bóka og tímarita til
safna í þessum löndum, er eklci gátu aflað þeirra af áður-
nefndum ástæðum. Að tillilutun nefndarinnar hafa í allmörg-
um löndum verið stofnaðar þjóðlegar nefndir til að fylgjast
með andlegum málum, fræðimennsku, listum, bókmenntum,
liver í landi sinu, og gefa skýrslur um þau mál og' hagi þeirra
manna, er að þeim vinna. Nefndin liefur unnið að samvinnu
milli hókasafna og gripasafna, kennarskiptum milli háskóla,
endurskoðuu milliríkjasamninga um rétt rithöfunda, upp-
götvara, listamanna o. s. frv. yfir verkum sínum o. s. frv. Síð-
an 1926 starfar undir nefndinni stofnun í París (Institut inter-
national de cooiiération intellctuelle), sem Frakkland kost-
ar að miklu leyti, en nýtur þó styrks ýmsra rikja annara. Er
hún framkvæmdaskrifstofa nefndarinnar, svipað og skrif-
stofa bandalagsins annast daglegar framkvæmdir þess. Skrif-
stofan í París starfar í sex deildum, bver með sitt verkefni,
undir skrifstofustjóra og sex manna stjórnarnefnd, sem
menningarsamvinnunefnd Þjóðabandalagsins skipar, en hún
J.ýtur aftur ráði og þingi bandalagsins. Er Parísarskrifstofan
vfirleitt sjálfstjórnarstofnun, sem alls ekki er háð frönsku
stjórninni né Þjóðabandalaginu beinlínis.
í sambandi við þessi efni má enn nefna tvær stofnanir:
Alþjóðastof'nunina í Róm til samræmingar einkamálalöggjaf-
arinnar (Institut international pour l’unification du droit pri-
vé), sem ítalska stjórnin hefur sett upp 1926 og kostuð er af
tillögum ýmsra ríkja, en starfar til aðstoðar Þjóðabandalag-
inu. Ráðið nefnir 15 manna nefnd til vfirstjórnar skrifstofunni
af ýmsum þjóðernum, en sú nefnd skipar 6 manna fram-
kvæmdarráð fyrir skrifstofuna, sem einnig er sjálfstjórnar-
stofnun, með svipuðum hætti og skrifstofan i Paris. Hin stofn-