Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 140
136
urnar svo snemma, að þær verði sendar meðlimum banda-
lagsins mánuði fyrir þing. Ef tillaga kemur siðar fram, er hún
geymd ttil næsta árs, nema þingið kveði öðru vísi á jneð %
atkvæða. Á þinginu er áætlunin fengin fjórðu nefnd til at-
liugunar. Þessi nefnd getur liaft fundi með eftirlitsnefnd, sem
jafnan skal halda fund, meðan þingið stendur, og yfirleitt
krafizt upplýsinga lijá forstjórum stofnana bandalagsins og
öllum, sem eftirlitsnefndin getur krafið upplýsinga. Fjár-
liagsnefnd þingsins getur borið fram breytingartillögur við
áætlunina, svo og' einstakar fulltrúadeildir þingsins.
2. Það leikur enginn efi á því, að fjárhagsáætlunin er fallin,
ef einhver greiðir atkvæði á móti henni. Einn einasti meðlim-
ur bandalagsins getur því, samkvæmt 1. mgr. 5. gr. sm., fellt
fjárhagsáætlunina. En þá væri Þjóðabandalagið óstarfliæft
næsta ár. Það gæti ekki greitt starfsmönnum sinum, sem það
befur löglega ráðið, kaup þeirra, og mundi þvi ekki geta
haldið störfum sínum áfram. Það væri því mikill ábyrgðar-
hluti að fella fjárhagsáætlun. En hingað til liefur ekki til
þess komið, og gerir það væntaulega ekki fjrrst um sinn.
Ef bvorki kemur fram breytingartillaga frá fjárhagsnefnd
né einstökum fulltrúadeildum, verður áætlunin borin upp í
heild sinni. En ef breytingartillögur koma fram, þá er athug-
andi, hvernig með þær skuli fara. Eftir venjulegum reglum
eru slíkar breytingartillögur bornar upp áður en sú grein,
sem þær eiga við, er borin undir atkvæði. Eftir að atkvæði eru
greidd um tillögu er greinin svo borin upp, með eða án breyt-
inga, og' svo samþykkt eða felld. Þessi aðferð er ekki liöfð á
þingi Þjóðabandalagsins, heldur er frumvarpið, að frátekn-
um þeim atriðum, sem breytingartillögur eru við, sett allt í
heild undir atkvæði. Ef engin greiðir þá atkvæði gegn því,
þá er það samþykkt. Um breytingartillögurnar hefur svo ver-
að greitt atkvæði sér. Ef þær bafa verið felldar, þá hafa
verið greidd atkvæði um þau atriði, sem breytingartillagan
átti við, og einfaldur meiri liluti látinn nægja til samþykktar
þvi. Breytingartillögur einstakra fulltrúadeilda eru sjaldgæf-
ar, enda er frumvarpið undirbúið svo rækilega áður, að vart
er ætlandi, að einstakir meðlimir bandalagsins liafi föng á að
bæta þar um. En reglan um einróma samþvkki er, sem fyrr
segir, ekki heppileg í þessu sambandi, og því er revnt að draga
úr þýðingu liennar eftitr föngum.
III. Fjárliagsáætlun Þjóðabandalagsins skiptist vitanlega í
tekju- og gjaldahálk, eins og fjárlög einstakra rikja.