Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 72
68
Jitsnefnd bandalagsins, niðurjöfnunarnefnd á árgjöldum með-
limanna). 3. Nefndir starfandi um stundarsakir (sérfræð-
inganefnd til lcerfunar þjóðaréttar, nefnd til undirbúnings al-
þjóða lijálpar sambands) 4. Stofnanir til ýmiskonar stjórn-
framkvæmda (Saarnefndin, yfirborgarstjórinn í Danzig).
B. Sjálfstæðar stofnanir, sem þó starfa í skjóli Þjóða-
bandalagsins (vinnnmálastofnunin, milliríkj adómurinn í
Haag).
C. Nokla-ar stofnanir, sem einnig starfa að nokkru leyti í
sambandi við Þjóðabandalagið, en eru þó lausari við það en
stofnanir þær, sem í B. segir (alþjóðastofnun til andlegrar
samvinnu í París, alþjóðastofnunin til samræmingar einka-
málalöggjafarinnar í Bóm, alþjóða kvikmyndastofnunin í
Róm, Nansens flóttamanna skrifstofan).
11. gr.
Þing Þjóðabandalagsins.
I. Samkvæmt 2. gr. sm. fer þing (Assemblv, Assemblée)
Þjóðabandalagsins og ráð með þau málefni, er Þjóðabanda-
lagið hefur með liöndum, með aðstoð fastrar skrifstofu. Hér
verður talað fyrst um þingið. Ber það til þess, að þingið er
samkoma, eða getnr verið samkoina, allra fulltrúa aðilja,
sem i bandalaginu eru. Þessi fulltrúasamkoma er að vísu
ekki eiginlegur vfirboðari ráðsins, en það fer með þau mál
flest, er varða grundvallar-skipulag bandalagsins. Það sam-
þykkir breytingar á sáttmálanum, skipar ráðið að nokkru
leyti, liefur ákvæðisvald um tölu sæta i ráðinu, fær skýrslu
ráðsins um störf þess, tekur nýja félaga í bandalagið o. s. frv.
Og' með því að þingið er samkoma fulltrúa allra félaganna
eða getur verið það, þá eru ályktanir þess vottur um vilja
fleiri ríkisstjórna en álvktanir ráðsins og kunna þvi að liafa
meiri ábrif á álit almennings.
Auk ákvæða sáttmálans, starfar þingið eftir þingsköpum
(réglément interieur), sem það setti sér 30. nóv. 1920 og í
einstökum atriðum liefur verið breytt síðan.
II. 1. Um rétt og skvldu félaga til að senda fulltrúa sína á
þingið og' um raunverulega þingsókn þeirra hefur verið áð-
ur talað. (Sjá 8. gr. II. A.). Það eru engin fyrirmæli i sátt-
málanum um það, hversu margir félaga liið fæsta þurfi að
senda fulltrúa á þingið til þess að lögleg ályktun verði gerð