Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 99
95
liagsmál Austurríkis, Ungverjalands, Estlands, Grikklands,
Búlgaríu og Danzig.
e. Verndun jninni hluta þjóðerna. Sjá að framan III. 8. c.
f. Störf til hjálpar flóttamönnum grískum, búlgörskuni,
assyriskum og kaldeiskuin.
g. Ráðið sker úr því, hvort samuingar, gerðir á milliríkja-
stefnum, sem starfa í skjóli bandalagsins, skuli lagðir fyrir
stjórnir rikja, sem ekki hafa tekið þátt í samningagerðinni,
til undirskriftar og samþykktar, hvenær birta skuli skýrslur
um undirskrift, samþykki eða staðfestingu slíkra samninga.
13. gr.
Skrifstofa Þjóðabandalagsins (tlie permanent secretariat).
Þing Þjóðabandalagsins og ráð koma að eins saman á á-
kveðnum tímum, og geta þvi ekki unnið dagstörf, er fram-
kvæma þarf óslitið. Eins og' starfsemi bandalagsins var hugs-
uð, þegar gengið var frá sáttmálanum, og eins og hún hefur
orðið i framkvæmdinni, er einsætt, að ekki verður komizt af
án fastrar skrifstofu til þess að fara með dag'leg störf, undir-
búa málin til ráðs og þings, safna skýrslum og vinna úr þeim,
um málefni, sem til verkefna handalagsins teljast. Starfsemi
og álit handalagsins hlýtur líka allt af að fara nokkuð eftir
því, livernig skrifstofan rækir störf sin, og þetta er aftur
undir framkvæmdarstjóranum mikið komið, og þeim, sem
lionum ganga næslir um stjórn skrifstofunnar. Henni má vel
jafna við stjórnarskrifstofur í ákveðnu landi, en af þeim lík-
leika, sem þar er á milli, skal þó varast að draga ályktun um
reglur eða störf skrifstofunnar. Skipulag Þjóðabandalagsins
er svo sérstakt, að menn verða að gera sér sjálfstæða grein
fyrir hverju einu, eins og það er, bæði eftir settum reglum
og eðli stofnananna sjálfra.
í 2. gr. sm. segir, að föst skrifstofa skuli vera til aðstoðar
þingi og ráði. Og samkvæmt 1. mgr. 6. gr. sm. skal skrifstof-
an vera á heimili Þjóðabandalagsins. Eins og fvrr segir, var
skrifstofan þegar flutt til Genf, er heimili bandalagsins var
ákveðið þar.
Sáttmálinn hefur að eins fáar reglur um skrifstofuna.
Þingi og ráði hefur aðallega verið ætlað að setja reglur um
hana og starfsmenn hennar eftir því sem þörf krefði, enda