Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1933, Blaðsíða 34
30
allmiklar tilraunir i þá átt. Svo má vera, að sumum þvki,
sem skihn-ði 2. málsgr. 1. gr. sáttmálans, ásamt öðrum fyrir-
mælum hans, setji athafnafrelsi meðlimanna nokkuð þröng-
var skorður og setji fullhörð skilyrði fyrir upptöku í banda-
lagið, skilyrði, sem komi í veg fvrir það, að ríki, sem annars
kynnu að teljast þar til liæf, gengju i það. Loks hefur sú
hugsun stundum komið fram, að Þjóðahandalagið væri, enda
þótt það eigi mest forseta Bandaríkja Norður-Ameríku til-
veru sína að þakka, í raun og veru líklegra til að leysa mál
Norðurálfuríkja en málefni ríkja i öðrum heimsálfum, sér-
staklega þar sem ekki tókst að fá Bandaríkin til að ganga í
bandalagið. Og enn kemur það, að sumir menn ætla, að
hvíti kynþátturinn liljóti allt af að ráða of miklu, ef til vill,
hinum í óhag. Og loks er ýmislegt í sjálfu skipulagi handa-
lagsins, sem ekki kann að þykja aðlaðandi og ekki samrím-
ast þeirri hugsjón um jöfuuð milli meðlimanna, sem handa-
lagið átti að byggjast á, og að margra hvggju verður að
hyggjast á, eins og ákvæðin um það, að ákveðin ríki skuli
hafa fast sæti í ráði bandalagsins. En augljóst var að
jafnaðarhugmyndin varð livergi nærri framkvæmd til hlít-
ar. Bæði er það, að hinn ríkari og sterkari hlaut raun-
verulega að ráða meiru en liinn fátækari og veikari, meðal
annars af því, að stóru ríkin hafa fleirum yfirhurðamönnum
á að skipa og hafa raunverulega víðtækari hagsmuna að
gæta en smáríkin, og' svo hitt, að ómögulegt hefði verið að
láta öll rikin, sem í handalaginu eru, greiða sama tillag. Það
hefði verið sama sem að útiloka minnstu ríkin og jafnvel
öll miðlungsriki frá þátttöku.
Komið Iiafa fram raddir í þá átt að fella niður öll inntöku-
skilyrðin í Þjóðabandalagið, nema það, að aðili væri fullvalda
ríki, viðurkenndur af samfélagi ríkjanna (conmmnauté in-
ternationale). Frumvarp til breytinga í þessa átt á 1. gr. 2.
málsgr. sáttmálans var borið fram á þingi handalagsins þeg-
ar 1921 og var rætt þar árið eftir. Fékk frumvarp þetta lítinn
sem engan bvr á þinginu. Þótti ákvæði þess hrjóta bág við
grundvöll þann, sem bandalagið væri hyggt á, og auk þess
ekki ljóst. Hvað þvrfti t. d. til þess, að ríki væri viðurkennt?
Sum væru viðurkennd að eins de facto, en ekki de jure, önn-
ur liefðu v ðurkenningu sumra annara ríkja en ekki sumra,
o. s. frv.
II. 1. Þó að ekki liafi tekizt að gera Þjóðabandalagið alls-
herjar samfélag fullvalda rikja eða annara aðilja, sem gætu